Þetta kom fram á kynningarfundi fyrir keppni í Subway-deild og 1. deild kvenna sem haldinn var í hádeginu. Keppni í Subway-deildinni hefst með heilli umferð 20. og 21. september og 1. deildin rúllar af stað 21. september. Fundinn má sjá hér að neðan.
Birt var árleg spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna í deildunum, sem og spá fjölmiðlamanna um lokastöðuna í Subway-deildinni. Spárnar má sjá hér að neðan.
Subway-deild kvenna, spá félaganna:
- Haukar, 254 stig
- Njarðvík, 209
- Valur, 199
- Keflavík, 129
- Fjölnir, 100
- Breiðablik, 83
- Grindavík, 76
- ÍR, 30
*Hæsta mögulega gildi var 288 en lægsta 24.
Subway-deild kvenna, fjölmiðlaspá:
- Haukar, 86 stig
- Njarðvík, 71
- Valur, 64
- Keflavík, 47
- Fjölnir, 33
- Breiðablik, 28
- Grindavík, 22
- ÍR, 9
*Hæsta mögulega gildi var 96 en lægsta 8.
1. deild kvenna, spá félaganna:
- Ármann, 150 stig
- KR, 115
- Stjarnan, 115
- Þór Akureyri, 92
- Aþena/Leiknir/UMFK, 92
- Hamar/Þór, 74
- Snæfell, 50
- Tindastóll, 49
- Breiðablik B, 28
*Hæsta mögulega gildi var 180 en lægsta 15.
Liðin átta sem spila í Subway-deild kvenna í vetur eru Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Haukar, ÍR, Keflavík, Njarðvík og Valur.
Fjölnir varð deildarmeistari á síðustu leiktíð en Njarðvík vann svo Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Haukum í fimm leikja úrslitaeinvígi.
Ekkert lið féll á síðustu leiktíð, þar sem að Skallagrímur dró lið sitt úr keppni skömmu fyrir jól, en ÍR-ingar unnu sig upp úr 1. deildinni og verða því í deild þeirra bestu í vetur.