Ábyrgðin á Sælukoti liggur hjá Reykjavíkurborg Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir og Eva Drífudóttir skrifa 12. september 2022 11:00 Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf. Hún hafi með áralöngu striti náð að kaupa raðhús í Skerjafirði sem sé hluti af fjárfestingu Ananda Marga samtakanna sem ætli sér að stækka leikskólann. Þetta er reyndar hlægilega einfalt svar en í framhaldi af því vakna hjá okkur spurningar um arðinn. Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann? Hverjir eru í Sælutröð og hafa þeir einhver tengsl við Reykjavíkurborg? Sömuleiðis kemur fram í viðtalinu að lítill reglurammi og skriffinnska sé í kringum leikskólastarfið. Það byggi á kærleika og nýhúmanisma sem sé einfaldlega þannig að fólk sé gott og ástúðlegt, sérstaklega við börn. Þetta er allt gott og blessað, og enginn ætti að fetta fingur út í svo fallegt fyrirkomulag. Börnin syngja um Baba og vinna við leikskólann hefur gegnum tíðina oft verið byggð á sjálfboðastarfi. Þetta vissum við sem unnum allar á ólíkum tíma við leikskólann. Við þekkjum líka allar hina hliðina á góðvild og ástúð rekstrarstjórans. Lýsingar á henni koma fram í bréfi sem við sendum á Reykjavíkurborg og fleiri í nóvember í fyrra og lesa má hér. Við vitum það fyrir víst að um árabil hafa leikskólastjórar einungis starfað í lítilli prósentu í Sælukoti. Vinna þeirra hefur einkum falist í því að rita skýrslur og uppfylla þær skildur sem Reykjavíkurborg þó gerir um leikskólastarfið. Starfsfólk leikskólans hefur ekki þekkt leikskólastjórana í sjón enda stjórnar rekstrarstjórinn, nunnan, með mýkt eða harðneskju, eftir því hvernig liggur á henni. Á Sælukoti er ekki unnið eftir Aðalnámskrá og innan leikskólans er lítil sem engin fagmenntun. En eins áður hefur komið fram hjá okkur þá sækja leikskólakennarar sjaldan um starf á leikskólanum og ef þeir villast þangað inn staldra þeir stutt við. Sérkennsla er sjaldnast til staðar og lítið er sóst eftir þátttöku utanaðkomandi aðila. Þetta allt veit starfsfólk, embættismenn og stjórnendur hjá Reykjavíkurborg. Þroskaþjálfar, sálfræðingar, Félag stjórnenda í leikskólum o.s.frv. Og þetta vita líka kjörnir borgarfulltrúarar sem fara með vald og eiga að sýna ábyrgð. En það er auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og vona að hlutirnir reddist, sérstaklega þegar leikskólapláss vantar í borginni. Elínu sendum við ást og frið til baka og óskum henni alls góðs. Hún sem hefur unnið á leikskólanum í tvo mánuði, ber ekki ábyrgð á því ástandi sem þar hefur skapast. Við ætlum hins vegar ekki að standa í frekari bréfaskiftum við hana sem getur ekki svarað fyrir a.m.k. sex ára vanrækslu á Sælukoti. Þar liggur ábyrgðin hjá Reykjavíkurborg. Hún liggur hjá Skúla Helgasyni, fyrrverandi yfirmanns skóla- og frístundasviðs, Helga Grímssyni, sviðstjóra skóla-og frístundasviðs, Ólafi Brynjari Bjarkasyni, skrifstofustjóra fagskrifstofu leikskólamála, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, núverandi formanni skóla- og frístundasviðs og öðrum kjörnum fulltrúum. Við biðjum og vonum að ekki þurfi stórslys til að loka þessum leikskóla eða umbreyta starfsemi hans. Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. 9. september 2022 13:01 Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. 7. september 2022 09:31 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf. Hún hafi með áralöngu striti náð að kaupa raðhús í Skerjafirði sem sé hluti af fjárfestingu Ananda Marga samtakanna sem ætli sér að stækka leikskólann. Þetta er reyndar hlægilega einfalt svar en í framhaldi af því vakna hjá okkur spurningar um arðinn. Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann? Hverjir eru í Sælutröð og hafa þeir einhver tengsl við Reykjavíkurborg? Sömuleiðis kemur fram í viðtalinu að lítill reglurammi og skriffinnska sé í kringum leikskólastarfið. Það byggi á kærleika og nýhúmanisma sem sé einfaldlega þannig að fólk sé gott og ástúðlegt, sérstaklega við börn. Þetta er allt gott og blessað, og enginn ætti að fetta fingur út í svo fallegt fyrirkomulag. Börnin syngja um Baba og vinna við leikskólann hefur gegnum tíðina oft verið byggð á sjálfboðastarfi. Þetta vissum við sem unnum allar á ólíkum tíma við leikskólann. Við þekkjum líka allar hina hliðina á góðvild og ástúð rekstrarstjórans. Lýsingar á henni koma fram í bréfi sem við sendum á Reykjavíkurborg og fleiri í nóvember í fyrra og lesa má hér. Við vitum það fyrir víst að um árabil hafa leikskólastjórar einungis starfað í lítilli prósentu í Sælukoti. Vinna þeirra hefur einkum falist í því að rita skýrslur og uppfylla þær skildur sem Reykjavíkurborg þó gerir um leikskólastarfið. Starfsfólk leikskólans hefur ekki þekkt leikskólastjórana í sjón enda stjórnar rekstrarstjórinn, nunnan, með mýkt eða harðneskju, eftir því hvernig liggur á henni. Á Sælukoti er ekki unnið eftir Aðalnámskrá og innan leikskólans er lítil sem engin fagmenntun. En eins áður hefur komið fram hjá okkur þá sækja leikskólakennarar sjaldan um starf á leikskólanum og ef þeir villast þangað inn staldra þeir stutt við. Sérkennsla er sjaldnast til staðar og lítið er sóst eftir þátttöku utanaðkomandi aðila. Þetta allt veit starfsfólk, embættismenn og stjórnendur hjá Reykjavíkurborg. Þroskaþjálfar, sálfræðingar, Félag stjórnenda í leikskólum o.s.frv. Og þetta vita líka kjörnir borgarfulltrúarar sem fara með vald og eiga að sýna ábyrgð. En það er auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og vona að hlutirnir reddist, sérstaklega þegar leikskólapláss vantar í borginni. Elínu sendum við ást og frið til baka og óskum henni alls góðs. Hún sem hefur unnið á leikskólanum í tvo mánuði, ber ekki ábyrgð á því ástandi sem þar hefur skapast. Við ætlum hins vegar ekki að standa í frekari bréfaskiftum við hana sem getur ekki svarað fyrir a.m.k. sex ára vanrækslu á Sælukoti. Þar liggur ábyrgðin hjá Reykjavíkurborg. Hún liggur hjá Skúla Helgasyni, fyrrverandi yfirmanns skóla- og frístundasviðs, Helga Grímssyni, sviðstjóra skóla-og frístundasviðs, Ólafi Brynjari Bjarkasyni, skrifstofustjóra fagskrifstofu leikskólamála, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, núverandi formanni skóla- og frístundasviðs og öðrum kjörnum fulltrúum. Við biðjum og vonum að ekki þurfi stórslys til að loka þessum leikskóla eða umbreyta starfsemi hans. Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaður
Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. 9. september 2022 13:01
Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. 7. september 2022 09:31
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun