Alls fóru reyndar þrír leikir fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í Hafnafirði á meðan Haukar unnu Fjölni í Grafarvogi. Mörk Tindastóls skoruðu Murielle Tiernan (2), Melissa Alison Garcia (2) og Hannah Jane Cade (1).
Eftir leiki kvöldsins er FH á toppi deildarinnar með 41 stig þegar einn leikur er eftir. Tindastóll er í öðru sæti með 40 stig, Fylkir er í 6. sæti með 18 stig, Augnablik er í 8. stig með 13 stig á meðan Haukar og Fjölnir eru fallin.