Meistararnir flengdir í fyrsta leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. september 2022 11:21 Josh Allen var óstöðvandi í gær. vísir/getty Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt þegar meistarar LA Rams tók á móti Buffalo Bills. Margir spá því að þessi lið munu einnig mætast í Super Bowl í febrúar. Buffalo var nálægt því að fara alla leið á síðustu leiktíð og liðið ætlar ekki að láta neitt stoppa sig í vetur. Liðið sendi líka yfirlýsingu með því að flengja meistarana á þeirra heimavelli, 31-10. Leikstjórnandi Bills, Josh Allen, setti tóninn fyrir það sem koma skal en hann var óstöðvandi. Kláraði 26 af 31 sendingum sínum fyrir 297 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði boltanum líka tvisvar frá sér. Svo hljóp hann 56 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark á hlaupum. Josh Allen dunks it for SIX. @BuffaloBills📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/sXA94HBrWq— NFL (@NFL) September 9, 2022 Varnarmaðurinn Von Miller yfirgaf Rams í sumar og fór yfir til Bills. Margir töluðu um að það væri púslið sem vantaði til að Bills gæti farið alla leið. Ef mið er tekið af leiknum í nótt er það rétt. Miller með tvær leikstjórnandafellur og heilt yfir frábær í leiknum. 🗣 GOT THE DUB!@JoshAllenQB | @VonMiller pic.twitter.com/VH3EQ6eCGD— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 9, 2022 Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, hefur verið að glíma við mjög erfið olnbogameiðsli og það leyndi sér ekki í neitt að hann er ekki eins og hann á að sér að vera. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Rams. Dane Jackson answers with an INT for the @BuffaloBills defense! #Kickoff2022 #BillsMafia📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcZb3 pic.twitter.com/qXUx13nKPN— NFL (@NFL) September 9, 2022 Stafford kláraði 29 af 41 sendingum sínum fyrir 240 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki en þrisvar sinnum kastaði hann boltanum í hendur andstæðinga sinna. Sem fyrr gekk honum best að finna útherjann Cooper Kupp sem greip 13 sendingar frá honum og endaði Kupp með 128 jarda og eitt snertimark. Toe drag swag ft. @CooperKupp 🔥 #Kickoff2022📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/nwZwuSpUoJ— NFL (@NFL) September 9, 2022 Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og þá verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.00 og 20.20. Fyrri leikurinn er rimma Miami Dolphins og New England Patriots en seinni leikurinn er á milli Arizona Cardinals og Kansas City Chiefs. NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
Buffalo var nálægt því að fara alla leið á síðustu leiktíð og liðið ætlar ekki að láta neitt stoppa sig í vetur. Liðið sendi líka yfirlýsingu með því að flengja meistarana á þeirra heimavelli, 31-10. Leikstjórnandi Bills, Josh Allen, setti tóninn fyrir það sem koma skal en hann var óstöðvandi. Kláraði 26 af 31 sendingum sínum fyrir 297 jördum og 3 snertimörkum. Hann kastaði boltanum líka tvisvar frá sér. Svo hljóp hann 56 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark á hlaupum. Josh Allen dunks it for SIX. @BuffaloBills📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/sXA94HBrWq— NFL (@NFL) September 9, 2022 Varnarmaðurinn Von Miller yfirgaf Rams í sumar og fór yfir til Bills. Margir töluðu um að það væri púslið sem vantaði til að Bills gæti farið alla leið. Ef mið er tekið af leiknum í nótt er það rétt. Miller með tvær leikstjórnandafellur og heilt yfir frábær í leiknum. 🗣 GOT THE DUB!@JoshAllenQB | @VonMiller pic.twitter.com/VH3EQ6eCGD— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 9, 2022 Matthew Stafford, leikstjórnandi Rams, hefur verið að glíma við mjög erfið olnbogameiðsli og það leyndi sér ekki í neitt að hann er ekki eins og hann á að sér að vera. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Rams. Dane Jackson answers with an INT for the @BuffaloBills defense! #Kickoff2022 #BillsMafia📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcZb3 pic.twitter.com/qXUx13nKPN— NFL (@NFL) September 9, 2022 Stafford kláraði 29 af 41 sendingum sínum fyrir 240 jördum. Hann kastaði fyrir einu snertimarki en þrisvar sinnum kastaði hann boltanum í hendur andstæðinga sinna. Sem fyrr gekk honum best að finna útherjann Cooper Kupp sem greip 13 sendingar frá honum og endaði Kupp með 128 jarda og eitt snertimark. Toe drag swag ft. @CooperKupp 🔥 #Kickoff2022📺: #BUFvsLAR on NBC📱: Stream on NFL+ https://t.co/LlxLdqcrlv pic.twitter.com/nwZwuSpUoJ— NFL (@NFL) September 9, 2022 Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og þá verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.00 og 20.20. Fyrri leikurinn er rimma Miami Dolphins og New England Patriots en seinni leikurinn er á milli Arizona Cardinals og Kansas City Chiefs.
NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira