Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2022 20:31 Elísabet II, Bretlandsdrottning 1926 - 2022. The Royal Family Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31
Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55