Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2022 20:31 Elísabet II, Bretlandsdrottning 1926 - 2022. The Royal Family Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31
Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55