Misstu allt sitt í eldsvoða: „Það var hryllingur að koma hingað inn“ Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 5. september 2022 15:22 Erna Kristín og Benedikt munu fá inni hjá móður Ernu Kristínar til að byrja með. Vísir/Egill Erna Kristín Brynjarsdóttir og Benedikt Hjalti Sveinsson upplifðu martröð í morgun þegar kviknaði í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Ásbrú í Reykjanesbraut í morgun. Þau misstu allt sitt í brunanum. Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni. Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Erna Kristín hafði skutlað skutlað börnum sínum tveimur í leikskólann í morgunsárið og á leið aftur heim þegar hún sá umstang við fjölbýlishúsið. Slökkvilið við störf og mikill reykur. Hún lýsir því hvernig henni hafi fallist hendur og brotnað niður á staðnum. „Mér brá heilmikið að sjá að þetta væri íbúðin mín, fór að gráta og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Erna Kristín. Benedikt Hjalti fékk símtal í vinnuna og brunaði heim þar sem martröðin blasti við. „Ég hélt að þetta væri miklu minna. En það var hryllingur að koma hingað inn. Lyktin, að sjá dótið sitt farið,“ segir Benedikt. „Það er bókstaflega allt ónýtt. Við þurfum að fleygja öllu. Allir munir, sem við höfum safnað, þurfa að fara. Þetta er mikið tjón fyrir okkur,“ segir Benedikt. Lillý Valgerður ræddi við Ernu Kristínu og Benedikt í íbúðinni í dag. Eyþór Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir líklegast að kviknað hafi út frá helluborði. Rannsókn lögregla muni þó þurfa að staðfesta það. Nokkur hætta hafi verið á ferðum en ekki hafi legið fyrir hvort einhver væri inni í íbúðinni eða ekki. Eldurinn náði þó ekki að breiða úr sér í aðrar íbúðir eða stigagang. Reykræsta þurfti tvær aðrar íbúðir. Ekki sést á húsinu að utan. Eyþór sagði frá slökkvistarfi á vettvangi í dag. Erna Kristín segir að þau hafi ekki verið að elda neitt. Möguleiki sé á að börnin hafi fiktað eitthvað í tökkunum. Þá sé bót í máli að þau hafi ekki verið með myndir og myndaalbúm á heimilinu sem hafi glatast. Þau geymi allar minningar í formi mynda á símunum sínum eða kubbi. Að neðan má sjá myndband af skemmdunum í íbúðinni.
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47