Greint var frá úrslitum kosninganna þann 15. ágúst síðastliðinn en William Ruto, fyrrverandi varaforseti landsins, sigraði með 50,49 prósent atkvæða gegn 48,85 prósentum Raila Odinga. Slagsmál brutust út eftir að úrslitin voru tilkynnt en myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan.
Odinga kærði kosningarnar og sagði tölvuþrjóta hafa brotist inn í kosningakerfið og tekið atkvæði af sér og fært til Ruto. Flokkur hans, Azimio La Umoja, taldi sig hafa næg sönnunargögn til þess að sanna að kosningarnar væru ekki löglegar.
Hæstiréttur landsins er þó ekki sammála því og staðfesti úrslit kosninganna. Rétturinn fann ekki nein sönnunargögn sem benda til kosningasvindls.
Odinga sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hæstiréttur tilkynnti um úrslitin og segist vera ákaflega ósammála niðurstöðunni. Hann segist þó una niðurstöðunni enda beri hann virðingu fyrir skoðunum réttarins.
We have always stood for the the rule of law and the constitution.
— Raila Odinga (@RailaOdinga) September 5, 2022
In this regard, we respect the opinion of the court although we vehemently disagree with their decision today. pic.twitter.com/WfOQrtsnpe