Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Elísabet Hanna skrifar 6. september 2022 06:01 Mikilli aukningu á komu skemmtiferðaskipa til íslands er spáð næsta sumar. Vísir/Vilhelm Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. Sér fram á aukningu Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir iðnaðinn vera búinn að ná sér eftir Covid og að uppsveifla sé í framtíðinni. Næsta sumar segist hann sjá fram á um 40% aukningu í komu skemmtiferðaskipa í landsins, miðað við þær bókanir sem hafa nú þegar verið gerðar. Jákvæð áhrif á efnahaginn „Það sem hefur gerst hér eftir covid er að það er aukin ásókn frá skipafélögunum að láta fara fram farþegaskipti hér á íslandi,“ segir Sigurður. Ferðamenn koma þá sérstaklega til landsins til að fara um borð í skipin og dvelja á landinu í kringum förina. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að svokallaðir farþegaskipta farþegar eyði þrisvar sinnum meiri fjármunum í sínum ferðum en aðrir ferðamenn. Einnig segir Sigurður að um 36% þeirra sem komi með skipunum til Faxaflóahafna séu farþegaskipta farþegar. View this post on Instagram A post shared by Faxaflóahafnir / Faxaports (@faxafloahafnir) „Þar að auki, þegar skip lætur framkvæma farþegaskipti hérna hjá okkur, þá krefst það aukinnar þjónustu. Aukinn kost, olía og aðra þjónustu þannig í heild þá eru umtalsverð áhrif á hagkerfið í heild þannig að farþegaskiptin eru mjög góð,“ segir hann að lokum í samtali við fréttastofuna. Verslanir finna fyrir mun Kaupmenn í miðbænum virðast sumir hverjir verða varir við þessa auknu fjármuni á landinu. Á Reðursafninu segist starfsfólk finna fyrir auknum viðskiptum, sérstaklega þegar illa viðrar. Þá séu ferðamenn líklegri til þess að halda sig í borginni í stað þess að halda á vit ævintýranna og taka Gullna hringinn. Starfsfólk verslunarinnar Nordic Store segist einnig finna fyrir gríðarlegri aukningu í viðskiptum við komu skipanna og að götur bæjarins, sem og verslanir, fyllist af fólki. Kaupmenn í miðbænum finna fyrir auknum fjölda ferðamanna.Vísir/Vilhelm Íslenskt tónlistarfólk Skemmtiferðaskiptið Norwegian Prima fór jómfrúarferð sína til Íslands á dögunum og ferjaði söngkonuna Katy Perry með sér til þess að gefa skipinu nafn. Koma skipsins hafði einnig jákvæð áhrif á íslenska listasamfélagið en tónlistarfólkið Bríet, Daði Freyr og Þuríður Blær komu að skemmtanahöldum fyrir gesti skipsins. Söngkonan Þuríður Blær lýsir upplifun sinni af skipinu sem kapítalískum draumi: „Þetta var bara algjör sturlun í rauninni. Maður hefur séð skip leggja hérna að bryggjunni í Reykjavíkurhöfn en þetta skip væntanlega komst ekki fyrir þar af því þetta var svo stórt,“ sagði hún meðal annars í viðtali við fréttastofuna. View this post on Instagram A post shared by Þuríður Blær Jóhannsdóttir (@thuridurblaer) Hún segir stemninguna um borð hafa verið mjög góða og var gáttuð á vatnsrennibrauta garðinum, þriggja hæða kappakstursbrautinni og listasöfnunum sem hún sá meðal annars í heimsókn sinni á skipið. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Tengdar fréttir „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. 30. ágúst 2022 09:40 Stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga. 17. mars 2022 16:20 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira
Sér fram á aukningu Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir iðnaðinn vera búinn að ná sér eftir Covid og að uppsveifla sé í framtíðinni. Næsta sumar segist hann sjá fram á um 40% aukningu í komu skemmtiferðaskipa í landsins, miðað við þær bókanir sem hafa nú þegar verið gerðar. Jákvæð áhrif á efnahaginn „Það sem hefur gerst hér eftir covid er að það er aukin ásókn frá skipafélögunum að láta fara fram farþegaskipti hér á íslandi,“ segir Sigurður. Ferðamenn koma þá sérstaklega til landsins til að fara um borð í skipin og dvelja á landinu í kringum förina. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að svokallaðir farþegaskipta farþegar eyði þrisvar sinnum meiri fjármunum í sínum ferðum en aðrir ferðamenn. Einnig segir Sigurður að um 36% þeirra sem komi með skipunum til Faxaflóahafna séu farþegaskipta farþegar. View this post on Instagram A post shared by Faxaflóahafnir / Faxaports (@faxafloahafnir) „Þar að auki, þegar skip lætur framkvæma farþegaskipti hérna hjá okkur, þá krefst það aukinnar þjónustu. Aukinn kost, olía og aðra þjónustu þannig í heild þá eru umtalsverð áhrif á hagkerfið í heild þannig að farþegaskiptin eru mjög góð,“ segir hann að lokum í samtali við fréttastofuna. Verslanir finna fyrir mun Kaupmenn í miðbænum virðast sumir hverjir verða varir við þessa auknu fjármuni á landinu. Á Reðursafninu segist starfsfólk finna fyrir auknum viðskiptum, sérstaklega þegar illa viðrar. Þá séu ferðamenn líklegri til þess að halda sig í borginni í stað þess að halda á vit ævintýranna og taka Gullna hringinn. Starfsfólk verslunarinnar Nordic Store segist einnig finna fyrir gríðarlegri aukningu í viðskiptum við komu skipanna og að götur bæjarins, sem og verslanir, fyllist af fólki. Kaupmenn í miðbænum finna fyrir auknum fjölda ferðamanna.Vísir/Vilhelm Íslenskt tónlistarfólk Skemmtiferðaskiptið Norwegian Prima fór jómfrúarferð sína til Íslands á dögunum og ferjaði söngkonuna Katy Perry með sér til þess að gefa skipinu nafn. Koma skipsins hafði einnig jákvæð áhrif á íslenska listasamfélagið en tónlistarfólkið Bríet, Daði Freyr og Þuríður Blær komu að skemmtanahöldum fyrir gesti skipsins. Söngkonan Þuríður Blær lýsir upplifun sinni af skipinu sem kapítalískum draumi: „Þetta var bara algjör sturlun í rauninni. Maður hefur séð skip leggja hérna að bryggjunni í Reykjavíkurhöfn en þetta skip væntanlega komst ekki fyrir þar af því þetta var svo stórt,“ sagði hún meðal annars í viðtali við fréttastofuna. View this post on Instagram A post shared by Þuríður Blær Jóhannsdóttir (@thuridurblaer) Hún segir stemninguna um borð hafa verið mjög góða og var gáttuð á vatnsrennibrauta garðinum, þriggja hæða kappakstursbrautinni og listasöfnunum sem hún sá meðal annars í heimsókn sinni á skipið.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Tengdar fréttir „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. 30. ágúst 2022 09:40 Stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga. 17. mars 2022 16:20 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira
„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. 30. ágúst 2022 09:40
Stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga. 17. mars 2022 16:20
Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01
Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00