Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Elísabet Hanna skrifar 6. september 2022 06:01 Mikilli aukningu á komu skemmtiferðaskipa til íslands er spáð næsta sumar. Vísir/Vilhelm Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. Sér fram á aukningu Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir iðnaðinn vera búinn að ná sér eftir Covid og að uppsveifla sé í framtíðinni. Næsta sumar segist hann sjá fram á um 40% aukningu í komu skemmtiferðaskipa í landsins, miðað við þær bókanir sem hafa nú þegar verið gerðar. Jákvæð áhrif á efnahaginn „Það sem hefur gerst hér eftir covid er að það er aukin ásókn frá skipafélögunum að láta fara fram farþegaskipti hér á íslandi,“ segir Sigurður. Ferðamenn koma þá sérstaklega til landsins til að fara um borð í skipin og dvelja á landinu í kringum förina. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að svokallaðir farþegaskipta farþegar eyði þrisvar sinnum meiri fjármunum í sínum ferðum en aðrir ferðamenn. Einnig segir Sigurður að um 36% þeirra sem komi með skipunum til Faxaflóahafna séu farþegaskipta farþegar. View this post on Instagram A post shared by Faxaflóahafnir / Faxaports (@faxafloahafnir) „Þar að auki, þegar skip lætur framkvæma farþegaskipti hérna hjá okkur, þá krefst það aukinnar þjónustu. Aukinn kost, olía og aðra þjónustu þannig í heild þá eru umtalsverð áhrif á hagkerfið í heild þannig að farþegaskiptin eru mjög góð,“ segir hann að lokum í samtali við fréttastofuna. Verslanir finna fyrir mun Kaupmenn í miðbænum virðast sumir hverjir verða varir við þessa auknu fjármuni á landinu. Á Reðursafninu segist starfsfólk finna fyrir auknum viðskiptum, sérstaklega þegar illa viðrar. Þá séu ferðamenn líklegri til þess að halda sig í borginni í stað þess að halda á vit ævintýranna og taka Gullna hringinn. Starfsfólk verslunarinnar Nordic Store segist einnig finna fyrir gríðarlegri aukningu í viðskiptum við komu skipanna og að götur bæjarins, sem og verslanir, fyllist af fólki. Kaupmenn í miðbænum finna fyrir auknum fjölda ferðamanna.Vísir/Vilhelm Íslenskt tónlistarfólk Skemmtiferðaskiptið Norwegian Prima fór jómfrúarferð sína til Íslands á dögunum og ferjaði söngkonuna Katy Perry með sér til þess að gefa skipinu nafn. Koma skipsins hafði einnig jákvæð áhrif á íslenska listasamfélagið en tónlistarfólkið Bríet, Daði Freyr og Þuríður Blær komu að skemmtanahöldum fyrir gesti skipsins. Söngkonan Þuríður Blær lýsir upplifun sinni af skipinu sem kapítalískum draumi: „Þetta var bara algjör sturlun í rauninni. Maður hefur séð skip leggja hérna að bryggjunni í Reykjavíkurhöfn en þetta skip væntanlega komst ekki fyrir þar af því þetta var svo stórt,“ sagði hún meðal annars í viðtali við fréttastofuna. View this post on Instagram A post shared by Þuríður Blær Jóhannsdóttir (@thuridurblaer) Hún segir stemninguna um borð hafa verið mjög góða og var gáttuð á vatnsrennibrauta garðinum, þriggja hæða kappakstursbrautinni og listasöfnunum sem hún sá meðal annars í heimsókn sinni á skipið. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Tengdar fréttir „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. 30. ágúst 2022 09:40 Stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga. 17. mars 2022 16:20 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Sjá meira
Sér fram á aukningu Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir iðnaðinn vera búinn að ná sér eftir Covid og að uppsveifla sé í framtíðinni. Næsta sumar segist hann sjá fram á um 40% aukningu í komu skemmtiferðaskipa í landsins, miðað við þær bókanir sem hafa nú þegar verið gerðar. Jákvæð áhrif á efnahaginn „Það sem hefur gerst hér eftir covid er að það er aukin ásókn frá skipafélögunum að láta fara fram farþegaskipti hér á íslandi,“ segir Sigurður. Ferðamenn koma þá sérstaklega til landsins til að fara um borð í skipin og dvelja á landinu í kringum förina. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að svokallaðir farþegaskipta farþegar eyði þrisvar sinnum meiri fjármunum í sínum ferðum en aðrir ferðamenn. Einnig segir Sigurður að um 36% þeirra sem komi með skipunum til Faxaflóahafna séu farþegaskipta farþegar. View this post on Instagram A post shared by Faxaflóahafnir / Faxaports (@faxafloahafnir) „Þar að auki, þegar skip lætur framkvæma farþegaskipti hérna hjá okkur, þá krefst það aukinnar þjónustu. Aukinn kost, olía og aðra þjónustu þannig í heild þá eru umtalsverð áhrif á hagkerfið í heild þannig að farþegaskiptin eru mjög góð,“ segir hann að lokum í samtali við fréttastofuna. Verslanir finna fyrir mun Kaupmenn í miðbænum virðast sumir hverjir verða varir við þessa auknu fjármuni á landinu. Á Reðursafninu segist starfsfólk finna fyrir auknum viðskiptum, sérstaklega þegar illa viðrar. Þá séu ferðamenn líklegri til þess að halda sig í borginni í stað þess að halda á vit ævintýranna og taka Gullna hringinn. Starfsfólk verslunarinnar Nordic Store segist einnig finna fyrir gríðarlegri aukningu í viðskiptum við komu skipanna og að götur bæjarins, sem og verslanir, fyllist af fólki. Kaupmenn í miðbænum finna fyrir auknum fjölda ferðamanna.Vísir/Vilhelm Íslenskt tónlistarfólk Skemmtiferðaskiptið Norwegian Prima fór jómfrúarferð sína til Íslands á dögunum og ferjaði söngkonuna Katy Perry með sér til þess að gefa skipinu nafn. Koma skipsins hafði einnig jákvæð áhrif á íslenska listasamfélagið en tónlistarfólkið Bríet, Daði Freyr og Þuríður Blær komu að skemmtanahöldum fyrir gesti skipsins. Söngkonan Þuríður Blær lýsir upplifun sinni af skipinu sem kapítalískum draumi: „Þetta var bara algjör sturlun í rauninni. Maður hefur séð skip leggja hérna að bryggjunni í Reykjavíkurhöfn en þetta skip væntanlega komst ekki fyrir þar af því þetta var svo stórt,“ sagði hún meðal annars í viðtali við fréttastofuna. View this post on Instagram A post shared by Þuríður Blær Jóhannsdóttir (@thuridurblaer) Hún segir stemninguna um borð hafa verið mjög góða og var gáttuð á vatnsrennibrauta garðinum, þriggja hæða kappakstursbrautinni og listasöfnunum sem hún sá meðal annars í heimsókn sinni á skipið.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Tengdar fréttir „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. 30. ágúst 2022 09:40 Stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga. 17. mars 2022 16:20 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Sjá meira
„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. 30. ágúst 2022 09:40
Stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga. 17. mars 2022 16:20
Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01
Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00