Samkvæmt frétt Dagens Nyheter var flugvélinni flogið inn í sænska lofthelgi áður en hún hvarf af ratsjám við Rigaflóa. Flugmenn þýskra og danskra orustuþota sem sendir voru á vettvang sáu engan í stjórnklefa flugvélarinnar þegar þeir komu auga á hana. Þetta hefur DN eftir Johan Wahlström hjá sænsku sjó- og flugbjörgunarmiðstöðinni.
Á vefnum Flightradar má sjá ferðir flugvélarinnar og hvar hún hvarf af ratsjám.
Media reports indicate that OE-FGR was not reachable by air traffic control authorities for some time. Just a few moments ago, we stopped receiving signals from the aircraft. Final altitude received was 2100 ft at -8000fpm descent. https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/EbRUhqCGLm
— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022
Í frétt DN segir að flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 551, hafi farið að missa flughæð og hraða um klukkan 19:35 að staðartíma. Rétt fyrir utan lettnesku borgina Ventspils hafi hún byrjað að sveiflast verulega til og loks horfið af ratsjám um klukkan 20.