Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2022 14:30 The Weeknd á tónleikum í Kanada í síðasta mánuði. AP/Darryl Dyck Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir. Hann sneri þó aftur á svið og sagðist vera miður sín yfir því að geta ekki gefið þeim þá tónleika sem þau áttu skilið. „Ég vil biðja ykkur afsökunar. Ég veit ekki hvað var að gerast þegar ég öskraði, en ég missti röddina,“ sagði hann samkvæmt frétt Yahoo. „Þetta er að gera út af við mig. Ég vil ekki hætta en ég get ekki gefið ykkur þá tónleika sem ég vil gefa ykkur.“ Tesfaye sagði að allir myndu fá endurgreitt og að hann myndi halda aðra tónleika í Los Angeles um leið og hann gæti. Hann ítrekaði það svo á Twitter. pic.twitter.com/wJ73kRWxRC— The Weeknd (@theweeknd) September 4, 2022 Yahoo segir tónleikagesti hafa verið óvissa um hvað hann hefði sagt og hvort það hefði mögulega verið hluti af sýningunni. Um tveimur mínútum eftir að Tesfaye steig af sviðinu var hins vegar kveikt á ljósunum og fólki varð ljóst að tónleikarnir væru búnir. Myndbönd af atvikinu og útskýringu Tesfaye má sjá hér að neðan. Wow The Weeknd just cancelled his show after losing his voice three songs in. pic.twitter.com/0PHy5CtDOp— (@MichaeliaSwinb5) September 4, 2022 The Way He Had Too Run Off Stage @theweeknd #GetWellSoonAbel #WeLoveYouAbel #AfterHoursTilDawnTour pic.twitter.com/lZbjuIj0d0— Problematic Rich (@ProblematicRich) September 4, 2022 Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hann sneri þó aftur á svið og sagðist vera miður sín yfir því að geta ekki gefið þeim þá tónleika sem þau áttu skilið. „Ég vil biðja ykkur afsökunar. Ég veit ekki hvað var að gerast þegar ég öskraði, en ég missti röddina,“ sagði hann samkvæmt frétt Yahoo. „Þetta er að gera út af við mig. Ég vil ekki hætta en ég get ekki gefið ykkur þá tónleika sem ég vil gefa ykkur.“ Tesfaye sagði að allir myndu fá endurgreitt og að hann myndi halda aðra tónleika í Los Angeles um leið og hann gæti. Hann ítrekaði það svo á Twitter. pic.twitter.com/wJ73kRWxRC— The Weeknd (@theweeknd) September 4, 2022 Yahoo segir tónleikagesti hafa verið óvissa um hvað hann hefði sagt og hvort það hefði mögulega verið hluti af sýningunni. Um tveimur mínútum eftir að Tesfaye steig af sviðinu var hins vegar kveikt á ljósunum og fólki varð ljóst að tónleikarnir væru búnir. Myndbönd af atvikinu og útskýringu Tesfaye má sjá hér að neðan. Wow The Weeknd just cancelled his show after losing his voice three songs in. pic.twitter.com/0PHy5CtDOp— (@MichaeliaSwinb5) September 4, 2022 The Way He Had Too Run Off Stage @theweeknd #GetWellSoonAbel #WeLoveYouAbel #AfterHoursTilDawnTour pic.twitter.com/lZbjuIj0d0— Problematic Rich (@ProblematicRich) September 4, 2022
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira