Innlent

Gámur eyði­lagðist á Reykja­nes­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Unnið er að hreinsunarstarfi á slysstaðnum og hefur lögregla lokað annarri akreininni á Reykjanesbrautinni vegna þessa.
Unnið er að hreinsunarstarfi á slysstaðnum og hefur lögregla lokað annarri akreininni á Reykjanesbrautinni vegna þessa. Vísir/Vilhelm

Hreinsunarstarf stendur nú yfir á Reykjanesbraut eftir að gámur, sem verið var að flytja á palli vörubíls, hafnaði undir brúnni milli Smiðjuhverfisins og Staldursins í Reykjavík.

Umferð er hæg á staðnum að sögn ljósmyndara Vísis, Vilhelms Gunnarssonar, sem er á staðnum. Virðist sem að um skrifstofugám hafi verið að ræða.

Vörubílnum var ekið í suðurátt þegar slysið varð.

Að sögn slökkviliðs hafði málið ekki komið inn á borð þeirra.

Frá vettvangi í dag.Áki Pétursson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×