Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2022 21:00 Ingibjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi eigandi þriggja hrossa sem nú eru sögð sæta illri meðferð í Borgarnesi. Vísir/Arnar Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu síðdegis í gær og ræddi við Steinunni Árnadóttur organista í Borgarneskirkju sem lýsti áhyggjum sveitunga sinna vegna illrar meðferðar á hrossunum. Myndband sem Steinunn tók af hryssu og folaldi úr stóðinu í hesthúsabyggðinni við Borgarnes 16. ágúst síðastliðinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Hestarnir voru settir út eftir að málið komst í fjölmiðla og fréttastofa hafði uppi á einu trippanna, sem sýnt var í beinni útsendingu og einnig má sjá í fréttinni. Ingibjörg Gunnarsdóttir er fyrrverandi eigandi þriggja hryssa úr stóðinu, sem sýndar eru í fréttinni sem folöld þegar þær voru í eigu Ingibjargar. Og á þessari mynd innan úr hesthúsinu í Borgarfirði eru þær allar samankomnar að sögn Ingibjargar, grindhoraðar og þjáðar að sjá. Brúna hryssan með blesuna sem liggur á gólfi stíunnar til vinstri er ekki úr röðum Ingibjargar. Hinar þrjár á myndinni telur hún að hafi verið keyptar hjá sér í fyrra. „Þetta var bara mjög mikið sjokk. Systir mín hringdi í mig í gær og var bara grátandi yfir þessu. Við leggjum metnað í að sinna okkar dýrum vel og höfum lagt metnað í að tryggja að þau fari á góða staði. Þetta var bara mikið áfall. Og ótrúlegt að þetta geti gerst að einhver hagi sér svona,“ segir Ingibjörg. Engin svör Kaupandi hafi lofað hryssunum góðu heimili, loforð sem greinilega hafi verið þverbrotið. Hún, og fleiri fyrrverandi eigendur, hafi haft samband við MAST og núverandi eigendur. „Og myndum náttúrulega helst vilja taka hrossin til baka. Við höfum góða aðstöðu til að veita þeim það sem þau þurfa og höfum miklar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum, og í höndum þessara aðila sem virðast ekki betur í stakk búin að sinna þeim en þetta.“ En þið hafið engin svör fengið? „Við höfum engin svör fengið, hvorki frá kaupandanum né MAST.“ Hvernig finnst þér stemningin í hestasamfélaginu út af þessu? „Það eru allir bara gjörsamlega miður sín. Fólk trúir ekki að þetta geti gerst. Fólk er bara orðlaust,“ segir Ingibjörg. Ekki náðist í núverandi eigendur hrossanna við vinnslu fréttarinnar. Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu síðdegis í gær og ræddi við Steinunni Árnadóttur organista í Borgarneskirkju sem lýsti áhyggjum sveitunga sinna vegna illrar meðferðar á hrossunum. Myndband sem Steinunn tók af hryssu og folaldi úr stóðinu í hesthúsabyggðinni við Borgarnes 16. ágúst síðastliðinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Hestarnir voru settir út eftir að málið komst í fjölmiðla og fréttastofa hafði uppi á einu trippanna, sem sýnt var í beinni útsendingu og einnig má sjá í fréttinni. Ingibjörg Gunnarsdóttir er fyrrverandi eigandi þriggja hryssa úr stóðinu, sem sýndar eru í fréttinni sem folöld þegar þær voru í eigu Ingibjargar. Og á þessari mynd innan úr hesthúsinu í Borgarfirði eru þær allar samankomnar að sögn Ingibjargar, grindhoraðar og þjáðar að sjá. Brúna hryssan með blesuna sem liggur á gólfi stíunnar til vinstri er ekki úr röðum Ingibjargar. Hinar þrjár á myndinni telur hún að hafi verið keyptar hjá sér í fyrra. „Þetta var bara mjög mikið sjokk. Systir mín hringdi í mig í gær og var bara grátandi yfir þessu. Við leggjum metnað í að sinna okkar dýrum vel og höfum lagt metnað í að tryggja að þau fari á góða staði. Þetta var bara mikið áfall. Og ótrúlegt að þetta geti gerst að einhver hagi sér svona,“ segir Ingibjörg. Engin svör Kaupandi hafi lofað hryssunum góðu heimili, loforð sem greinilega hafi verið þverbrotið. Hún, og fleiri fyrrverandi eigendur, hafi haft samband við MAST og núverandi eigendur. „Og myndum náttúrulega helst vilja taka hrossin til baka. Við höfum góða aðstöðu til að veita þeim það sem þau þurfa og höfum miklar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum, og í höndum þessara aðila sem virðast ekki betur í stakk búin að sinna þeim en þetta.“ En þið hafið engin svör fengið? „Við höfum engin svör fengið, hvorki frá kaupandanum né MAST.“ Hvernig finnst þér stemningin í hestasamfélaginu út af þessu? „Það eru allir bara gjörsamlega miður sín. Fólk trúir ekki að þetta geti gerst. Fólk er bara orðlaust,“ segir Ingibjörg. Ekki náðist í núverandi eigendur hrossanna við vinnslu fréttarinnar.
Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28
Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27