Sorgarleyfi, næsta skref – áskorun til félags- og vinnumarkaðsráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar 1. september 2022 17:31 Í júní var stigið mikilvægt skref þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn. Frá 1. janúar 2023 munu foreldrar sem missa barn geta tekið allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Eins og segir í greinargerð með lögunum gefur sorgarleyfi foreldrum á innlendum vinnumarkaði svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og auðveldar þeim, þegar það á við, að styðja við eftirlifandi systkin. Ekki þarf að orðlengja það álag sem fylgir barnsmissi en áður en lögin komu til höfðu foreldrar sjaldnast önnur ráð en að bíta á jaxlinn og halda áfram vinnu eins og ekkert hefði í skorist nema þegar vinnuveitendur voru þeim hliðhollir og veittu þeim svigrúm. Aðrir nýttu rétt vegna veikinda. Sorg er hins vegar ekki veikindi. Með lögunum eru viðurkennd áhrif sorgar vegna barnsmissis á fjölskyldur í heild. Það er lofsvert og Krabbameinsfélagið fagnar lögunum innilega. Eins og félags- og vinnumarkaðsráðherra nefnir í pistli í Vísi þann 31. ágúst eru lögin mikilvægt fyrsta skref og fram kemur að í ráðuneytinu sé hafin vinna við undirbúning næsta skrefs. Auðveldum foreldrum að styðja við börnin sín Krabbameinsfélagið vill árétta þá skoðun sem félagið hefur lýst við önnur tækifæri, að ekki er síður mikilvægt að veita sorgarleyfi eftirlifandi foreldrum barna yngri en 18 ára, sem missa foreldri sitt. Gögn Hagstofunnar sýna að á Íslandi misstu árlega um 100 börn yngri en 18 ára foreldri sitt á árunum 2009 til 2018. Í sumum tilfellum er um systkini að ræða. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Krabbameinsfélagið skorar á félags- og vinnumálaráðherra og alla þingmenn að nýta næsta þing til að taka næsta skref í málinu: að víkka út lög um sorgarleyfi þannig að þau nái einnig til foreldra barna sem ýmist hafa misst foreldri skyndilega eða eftir langvinn veikindi, með það sérstaklega fyrir augum að auðvelda þeim að styðja við börn sín í erfiðum aðstæðum. Von Krabbameinsfélagsins er að eigi síðar en 1. janúar 2024 taki gildi breytt lög um sorgarleyfi, þar sem sorgarleyfi býðst einnig foreldrum barna yngri en 18 ára, sem misst hafa foreldri sitt. Slík breyting er lítið skref en með mikla þýðingu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í júní var stigið mikilvægt skref þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn. Frá 1. janúar 2023 munu foreldrar sem missa barn geta tekið allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Eins og segir í greinargerð með lögunum gefur sorgarleyfi foreldrum á innlendum vinnumarkaði svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og auðveldar þeim, þegar það á við, að styðja við eftirlifandi systkin. Ekki þarf að orðlengja það álag sem fylgir barnsmissi en áður en lögin komu til höfðu foreldrar sjaldnast önnur ráð en að bíta á jaxlinn og halda áfram vinnu eins og ekkert hefði í skorist nema þegar vinnuveitendur voru þeim hliðhollir og veittu þeim svigrúm. Aðrir nýttu rétt vegna veikinda. Sorg er hins vegar ekki veikindi. Með lögunum eru viðurkennd áhrif sorgar vegna barnsmissis á fjölskyldur í heild. Það er lofsvert og Krabbameinsfélagið fagnar lögunum innilega. Eins og félags- og vinnumarkaðsráðherra nefnir í pistli í Vísi þann 31. ágúst eru lögin mikilvægt fyrsta skref og fram kemur að í ráðuneytinu sé hafin vinna við undirbúning næsta skrefs. Auðveldum foreldrum að styðja við börnin sín Krabbameinsfélagið vill árétta þá skoðun sem félagið hefur lýst við önnur tækifæri, að ekki er síður mikilvægt að veita sorgarleyfi eftirlifandi foreldrum barna yngri en 18 ára, sem missa foreldri sitt. Gögn Hagstofunnar sýna að á Íslandi misstu árlega um 100 börn yngri en 18 ára foreldri sitt á árunum 2009 til 2018. Í sumum tilfellum er um systkini að ræða. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Krabbameinsfélagið skorar á félags- og vinnumálaráðherra og alla þingmenn að nýta næsta þing til að taka næsta skref í málinu: að víkka út lög um sorgarleyfi þannig að þau nái einnig til foreldra barna sem ýmist hafa misst foreldri skyndilega eða eftir langvinn veikindi, með það sérstaklega fyrir augum að auðvelda þeim að styðja við börn sín í erfiðum aðstæðum. Von Krabbameinsfélagsins er að eigi síðar en 1. janúar 2024 taki gildi breytt lög um sorgarleyfi, þar sem sorgarleyfi býðst einnig foreldrum barna yngri en 18 ára, sem misst hafa foreldri sitt. Slík breyting er lítið skref en með mikla þýðingu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun