Ólafur tekur við stöðunni af Ásdísi Hlökk Theodórsdóttir sem lét af störfum í dag eftir að hafa gegnt embætti forstjóra Skipulagsstofnunar frá árinu 2013. Hún hyggst nú stunda kennslu og rannsóknir í doktorsnámi við Háskóla Íslands.
„Ólafur er með meistaragráðu í umhverfismati, umhverfisstjórnun og skipulagsmálum frá Oxford Brookes háskóla og MPM gráðu í verkefnisstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
Ólafur hefur starfað að skipulagsmálum og umhverfismati síðustu tvo áratugi - innan stjórnsýslunnar, við ráðgjöf, kennslu og rannsóknir.
Síðastliðin tvö ár hefur Ólafur starfað sem forstöðumaður nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun og staðgengill forstjóra,“ segir í tilkynningunni.