LeBron með sonunum á forsíðu SI: Ætlar að spila með þeim báðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2022 14:01 LeBron James ásamt sonum sínum á forsíðu Sports Illustrated. sports illustrated Tuttugu árum eftir að hann prýddi forsíðu Sports Illustrated í fyrsta sinn er LeBron James á forsíðu íþróttatímaritsins fræga í nýjasta hefti þess. Með honum á forsíðunni eru synir hans, Bronny og Bryce. Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira