Atvikið átti sér stað á milliríkja-hraðbraut númer 80 við Vacaville í Kaliforníu-ríki. Ökumaður vörubílsins sem flutti tómatana hafði misst stjórn á bílnum og klessti á annað ökutæki.
Í kjölfar árekstursins lentu tveir aðrir bílar saman og slösuðust alls þrír einstaklingar. Einn þeirra slasaðist alvarlega en hinir tveir hlutu minniháttar meiðsli.
Nokkrar akreinar hraðbrautarinnar voru lokaðar í marga klukkutíma á meðan verið var að þrífa göturnar.