Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 10:17 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í Prag í gær. AP/Petr David Josek Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. Meðal annars lagði kanslarinn til að fleiri ákvarðanir yrðu teknar með meirihluta atkvæða, í stað þess að allir þyrftu alltaf að vera sammála um ákvarðanir ESB. Það hefði gert aðildarríkjum kleift að standa í vegi mikilvægara ákvarðana. Í ræðu sem Scholz hélt í Prag í gær sagði hann að einróma samþykki gengi bara upp þegar það væri ekki þrýstingur á að taka ákvarðanir hratt. Innrás Rússa í Úkraínu væri til marks um það að breyta þyrfti reglum um ákvarðanatöku innan ESB. Hann lagði meðal annars til að reglum yrði breytt á þann veg að í atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál eins og refsiaðgerðir og mannréttindamál, væri hægt að gefa forsvarsmönnum ríkja möguleikann á því að sitja hjá, án þess að standa í vegi samþykktar viðkomandi mála, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Scholz sagði að óeining innan ESB væri vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og ýmsar deilur þyrfti að finna lausnir á. Nefndi hann til dæmis málefni flóttafólks og efnahagsstefnumál. Þá vísaði hann til deilna forsvarsmanna ESB við ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi en þeir síðarnefndu hafa verið sakaðir um að fara gegn grunngildum sambandsins og grafa undan lýðræðinu og réttarríkinu. Evrópusambandið gæti ekki stigið til hliðar þegar þessi þróun ætti sér stað í aðildarríkjum. Sagði Evrópu færast austur Scholz talaði einnig um að auðvelda stækkun Evrópusambandsins og lýsti yfir stuðningi við inngöngu ríkja á Balkanskaga auk Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. „En Evrópusamband með þrjátíu eða jafnvel 36 aðildarríkjum mun líta öðruvísi út en núverandi samband,“ sagði Scholz samkvæmt Politico. „Miðja Evrópu færist austur. Úkraína er ekki Lúxemborg.“ Aðildarríki ESB eru 27 talsins. Kanslarinn lýsti einnig yfir stuðningi við tillögu Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að stofna nokkurs konar hliðar-samband fyrir ríki sem vilja aðild að ESB og Bretland. Styðja Úkraínu eins lengi og þarf Scholz sagði í ræðu sinni að umfangsmiklar breytingar hefðu átt sér stað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum varðandi stuðning við Úkraínu. Hét hann því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Þjóðverjar muni styðja hana eins lengi og þörf væri á. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sló á svipaða strengi í ræðu sem hún hélt í Slóveníu í gær, samkvæmt frétt Reuters. Hún hét því einnig að sambandið myndi standa með Úkraínu eins lengi og þyrfti og kallaði eftir nýrri strategískri hugsun varðandi það að halda evrópskum gildum á lofti. Þing Þýskalands samþykkti í byrjun júní umfangsmiklar breytingar á fjárlögum ríkisins. Þær fela í sér mikla aukningu á fjárútlátum til varnarmála og hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Fyrir það höfðu Þjóðverjar varið mjög litlu til varnarmála, samanborið við önnur ríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Þýskaland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Meðal annars lagði kanslarinn til að fleiri ákvarðanir yrðu teknar með meirihluta atkvæða, í stað þess að allir þyrftu alltaf að vera sammála um ákvarðanir ESB. Það hefði gert aðildarríkjum kleift að standa í vegi mikilvægara ákvarðana. Í ræðu sem Scholz hélt í Prag í gær sagði hann að einróma samþykki gengi bara upp þegar það væri ekki þrýstingur á að taka ákvarðanir hratt. Innrás Rússa í Úkraínu væri til marks um það að breyta þyrfti reglum um ákvarðanatöku innan ESB. Hann lagði meðal annars til að reglum yrði breytt á þann veg að í atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál eins og refsiaðgerðir og mannréttindamál, væri hægt að gefa forsvarsmönnum ríkja möguleikann á því að sitja hjá, án þess að standa í vegi samþykktar viðkomandi mála, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Scholz sagði að óeining innan ESB væri vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og ýmsar deilur þyrfti að finna lausnir á. Nefndi hann til dæmis málefni flóttafólks og efnahagsstefnumál. Þá vísaði hann til deilna forsvarsmanna ESB við ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi en þeir síðarnefndu hafa verið sakaðir um að fara gegn grunngildum sambandsins og grafa undan lýðræðinu og réttarríkinu. Evrópusambandið gæti ekki stigið til hliðar þegar þessi þróun ætti sér stað í aðildarríkjum. Sagði Evrópu færast austur Scholz talaði einnig um að auðvelda stækkun Evrópusambandsins og lýsti yfir stuðningi við inngöngu ríkja á Balkanskaga auk Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. „En Evrópusamband með þrjátíu eða jafnvel 36 aðildarríkjum mun líta öðruvísi út en núverandi samband,“ sagði Scholz samkvæmt Politico. „Miðja Evrópu færist austur. Úkraína er ekki Lúxemborg.“ Aðildarríki ESB eru 27 talsins. Kanslarinn lýsti einnig yfir stuðningi við tillögu Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að stofna nokkurs konar hliðar-samband fyrir ríki sem vilja aðild að ESB og Bretland. Styðja Úkraínu eins lengi og þarf Scholz sagði í ræðu sinni að umfangsmiklar breytingar hefðu átt sér stað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum varðandi stuðning við Úkraínu. Hét hann því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Þjóðverjar muni styðja hana eins lengi og þörf væri á. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sló á svipaða strengi í ræðu sem hún hélt í Slóveníu í gær, samkvæmt frétt Reuters. Hún hét því einnig að sambandið myndi standa með Úkraínu eins lengi og þyrfti og kallaði eftir nýrri strategískri hugsun varðandi það að halda evrópskum gildum á lofti. Þing Þýskalands samþykkti í byrjun júní umfangsmiklar breytingar á fjárlögum ríkisins. Þær fela í sér mikla aukningu á fjárútlátum til varnarmála og hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Fyrir það höfðu Þjóðverjar varið mjög litlu til varnarmála, samanborið við önnur ríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins.
Þýskaland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira