Segist hafa afþakkað boð um að verða aðalkynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2022 08:35 Chris Rock segir að það yrði eins og að snúa aftur á vettvang glæps ef hann yrði kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Getty Bandaríski grínistinn Chris Rock segist hafa hafnað boði um að verða kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð sem fram fer í mars á næsta ári. Rock var kýldur af Will Smith á síðustu Óskarsverðlaunahátíð þegar hann var að kynna tilnefningar fyrir bestu heimildarmynd ársins og gerði þá grín að Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith. Rock sagði frá boði aðstandenda Óskarsverðlaunahátíðarinnar á uppistandssýningu sinni í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum síðastliðið sunnudagskvöld. Hafði þá einn áhorfandi í salnum hvatt Rock to að segja aðeins frá atvikinu. Rock sagðist ennfremur hafa hafnað boði um að leika í auglýsingu ónefnds fyrirtækis sem átti að sýna í útsendingu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) á næsta ári sem er einn stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum á ári hverju. Rock sagði að það yrði eins og að snúa aftur á vettvang glæps ef hann myndi þiggja boð um að verða kynnir Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Vísaði hann svo í réttarhöldin yfir O.J. Simpson vegna morðsins á eiginkonu hans, Nicole, og sagði hann það vera eins og ef henni yrði boðið að „snúa aftur á ítalska veitingastaðinn“. Í réttarhöldunum yfir O.J. Simpson var talsvert fjallað um að morðkvöldið hafi Nicole gleymt gleraugum á ítölskum veitingastað þar sem þau hjónin höfðu snætt. Í sýningunni í Phoenix sagði Rock að löðrungurinn hafi verið sársaukafullur, enda hafi Smith áður farið með hlutverk hnefaleikakappans Muhammed Ali í kvikmynd. „Hann er stærri en ég. Nevada-ríki myndi ekki samþykkja bardaga milli mín og Smith,“ sagði Rock. Smith hefur beðið Rock afsökunar á hegðun sinni, en Rock hefur þó lítið viljað bregðast við. Hann sé ekki reiðubúinn að funda með Smith. Aðstandendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar hafa bannað Smith að sækja hátíðina næstu tíu árin vegna hegðunar hans á síðustu hátíð. Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Tengdar fréttir Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu. 31. júlí 2022 10:08 Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. 29. júlí 2022 15:04 Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Rock sagði frá boði aðstandenda Óskarsverðlaunahátíðarinnar á uppistandssýningu sinni í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum síðastliðið sunnudagskvöld. Hafði þá einn áhorfandi í salnum hvatt Rock to að segja aðeins frá atvikinu. Rock sagðist ennfremur hafa hafnað boði um að leika í auglýsingu ónefnds fyrirtækis sem átti að sýna í útsendingu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) á næsta ári sem er einn stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum á ári hverju. Rock sagði að það yrði eins og að snúa aftur á vettvang glæps ef hann myndi þiggja boð um að verða kynnir Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Vísaði hann svo í réttarhöldin yfir O.J. Simpson vegna morðsins á eiginkonu hans, Nicole, og sagði hann það vera eins og ef henni yrði boðið að „snúa aftur á ítalska veitingastaðinn“. Í réttarhöldunum yfir O.J. Simpson var talsvert fjallað um að morðkvöldið hafi Nicole gleymt gleraugum á ítölskum veitingastað þar sem þau hjónin höfðu snætt. Í sýningunni í Phoenix sagði Rock að löðrungurinn hafi verið sársaukafullur, enda hafi Smith áður farið með hlutverk hnefaleikakappans Muhammed Ali í kvikmynd. „Hann er stærri en ég. Nevada-ríki myndi ekki samþykkja bardaga milli mín og Smith,“ sagði Rock. Smith hefur beðið Rock afsökunar á hegðun sinni, en Rock hefur þó lítið viljað bregðast við. Hann sé ekki reiðubúinn að funda með Smith. Aðstandendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar hafa bannað Smith að sækja hátíðina næstu tíu árin vegna hegðunar hans á síðustu hátíð.
Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Tengdar fréttir Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu. 31. júlí 2022 10:08 Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. 29. júlí 2022 15:04 Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu. 31. júlí 2022 10:08
Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. 29. júlí 2022 15:04
Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18