Alfreð Gísla og Hrund Gunnsteins fögnuðu saman um helgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 15:30 Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir eru glæsilegt par. Samsett mynd Alfreð Gíslason handboltakempa og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu eru eitt heitasta nýja par landsins um þessar mundir. Parið fagnaði 48 ára afmæli Hrundar um helgina í faðmi fjölskyldu og vina en þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði. Alfreð er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið. Að loknum ferli sínum sem atvinnumaður og landsliðsmaður sneri hann sér að þjálfun og er án nokkurs vafa sigursælasti handboltaþjálfari Íslands. Alfreð, sem er 62 ára, starfaði lengst af sem þjálfari Kiel eða frá árinu 2008 þangað til hann lét af störfum hjá þýska stórveldinu sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni. Akureyringurinn var landsliðsþjálfari Íslands 2006 til 2008 og stýrði íslenska liðinu á HM 2007 og EM 2008. Hrund er uppalin í Garðabænum en bjó um tíma í London þar sem hún lauk MSc gráðu í þróunarfræðum frá London School of Economics. Þá er hún með diplómagráðu frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu, auk þess sem hún hefur stundað leiðtoga- og stjónendanám við Yale-háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Hrund hefur víðtæka ráðgjafar- og stjórnunarreynslu á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og sérfræðingahópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur líka látið að sér kveða við heimildarmyndargerð. Hún leikstýrði og framleiddi heimildarmyndina Innsæi sem sýnd var víða um heim árið 2016. Það er óhætt að segja að parið blómstri ef marka má myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hrund er sjálf af mikilli handboltafjölskyldu. Pabbi hennar Gunnsteinn Skúlason var mikil handboltakempa og sömuleiðis Guðný og Skúli systkini hennar. Sjálf spilaði Hrund handbolta þótt hún hafi látið staðar numið fyrr en systkini sín og vann titla með Stjörnunni á yngri árum. Ástin og lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Alfreð er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið. Að loknum ferli sínum sem atvinnumaður og landsliðsmaður sneri hann sér að þjálfun og er án nokkurs vafa sigursælasti handboltaþjálfari Íslands. Alfreð, sem er 62 ára, starfaði lengst af sem þjálfari Kiel eða frá árinu 2008 þangað til hann lét af störfum hjá þýska stórveldinu sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni. Akureyringurinn var landsliðsþjálfari Íslands 2006 til 2008 og stýrði íslenska liðinu á HM 2007 og EM 2008. Hrund er uppalin í Garðabænum en bjó um tíma í London þar sem hún lauk MSc gráðu í þróunarfræðum frá London School of Economics. Þá er hún með diplómagráðu frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu, auk þess sem hún hefur stundað leiðtoga- og stjónendanám við Yale-háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Hrund hefur víðtæka ráðgjafar- og stjórnunarreynslu á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og sérfræðingahópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur líka látið að sér kveða við heimildarmyndargerð. Hún leikstýrði og framleiddi heimildarmyndina Innsæi sem sýnd var víða um heim árið 2016. Það er óhætt að segja að parið blómstri ef marka má myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hrund er sjálf af mikilli handboltafjölskyldu. Pabbi hennar Gunnsteinn Skúlason var mikil handboltakempa og sömuleiðis Guðný og Skúli systkini hennar. Sjálf spilaði Hrund handbolta þótt hún hafi látið staðar numið fyrr en systkini sín og vann titla með Stjörnunni á yngri árum.
Ástin og lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira