„Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2022 19:13 Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Árásin var gerð fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í mars. Meðal sönnunargagna í málinu voru myndbönd af árásinni sem birt voru í fjölmiðlum. Nú fyrir helgi var svo árásarmaðurinn, Daniel Zambrana Aquilar 23 ára, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás - og samverkamaður hlaut þriggja mánaða skilorð. Miskunnarlaus andlit árásarmannanna Daníel var hins vegar sýknaður af tilraun til manndráps. Bjarnheiði Öldu Lárusdóttur, móður unga mannsins sem ráðist var á, blöskrar sú niðurstaða. Hún lítur á árásina sem hreina manndrápstilraun. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ segir Bjarnheiður Alda. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Viðtalið við Bjarnheiði Öldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Bolurinn sem sonur Bjarnheiðar Öldu klæddist þegar ráðist var á hann. „Heldur ekki vatni“ Bjarnheiður Alda telur allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hafi verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá bendir hún á að dómari hafi talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni.“ Hún spyr hvaða skilaboð verið sé að senda út í samfélagið að veita árásarmönnunum ekki þyngri dóm. Hún skorar á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar. „Það gerir mig bara reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona með þessum dómi.“ Reykjavík Dómsmál Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Árásin var gerð fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í mars. Meðal sönnunargagna í málinu voru myndbönd af árásinni sem birt voru í fjölmiðlum. Nú fyrir helgi var svo árásarmaðurinn, Daniel Zambrana Aquilar 23 ára, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás - og samverkamaður hlaut þriggja mánaða skilorð. Miskunnarlaus andlit árásarmannanna Daníel var hins vegar sýknaður af tilraun til manndráps. Bjarnheiði Öldu Lárusdóttur, móður unga mannsins sem ráðist var á, blöskrar sú niðurstaða. Hún lítur á árásina sem hreina manndrápstilraun. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ segir Bjarnheiður Alda. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Viðtalið við Bjarnheiði Öldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Bolurinn sem sonur Bjarnheiðar Öldu klæddist þegar ráðist var á hann. „Heldur ekki vatni“ Bjarnheiður Alda telur allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hafi verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá bendir hún á að dómari hafi talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni.“ Hún spyr hvaða skilaboð verið sé að senda út í samfélagið að veita árásarmönnunum ekki þyngri dóm. Hún skorar á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar. „Það gerir mig bara reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona með þessum dómi.“
Reykjavík Dómsmál Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26