Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn Jökulsson vakti athygli sumarið 2020 þegar hann skór upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum. Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. Í kærunni segir að annar sjúklingur á deildinni hafi ráðist tvívegis á Hrafn með stuttu millibili og meðal annars veitt honum áverka á höfði. Hann hafi þá rotast og orðið fyrir miklu áfalli í tengslum við þennan atburð. Hrafn fer fram á að lögregla rannsaki málið en óskar þess sérstaklega að rannsókninni verði ekki beint að þeim sem réðst að honum enda sé hann ósakhæfur. Vonar að stjórnendur spítalans verði næst boðaðir til yfirheyrslu Einnig fer Hrafn fram á að rannsókninni verði ekki beint að þeim almennu starfsmönnum deildarinnar sem voru að störfum þegar atvikin áttu sér stað þar sem hann telji aðbúnað, öryggi og mönnun hafa verið ófullnægjandi á deildinni. Að mati Hrafns bera stjórnendur ábyrgð á því og almennum starfsmönnum ekki kennt um. Hrafn staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi nýlega veitt lögreglu skýrslu vegna málsins. „Þannig að ég ætlast til þess að lögreglan sé að rannsaka þetta mál af einurð og festu, það má engan tíma missa. Ég vænti þess að heyra í þeim aftur fljótlega og ég vona að næst verði stjórnendur Landspítalans yfirheyrðir.“ Skilur ekki hvers vegna ekki var komið í veg fyrir seinni árásina Í kærunni kemur fram að Hrafn hafi á þessum tíma sætt nauðungarvistun á grundvelli lögræðislaga og hafi talið mikilvægt að stjórnendur spítalans tækju allar viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja öryggi hans. Það hafi verið brýnt því aðrir sjúklingar sem hann hafi verið vistaður með hafi einnig sætt nauðungarvistun og sumir hverjir væntanlega á þeirri forsendu að þeir kynnu að reynast öðrum mönnum hættulegir. „Þetta hafi stjórnendum spítalans verið kunnugt en samt hafi þeir með öllu vanrækt að setja viðhlítandi öryggisreglur um starfsemi deildarinnar og/eða tryggt að þeim væri fylgt eftir með nægjanlegum fjölda öryggisvarða og skipulögðum vinnubrögðum,“ segir í kærunni til lögreglu. Ekki síst hafi þetta átt við eftir fyrri árásina og þykir Hrafni óskiljanlegt að ekki hafi tekist að afstýra þeirri seinni. Telur hann meinta vanrækslu stjórnenda spítalans í þessum efnum kunna að vera stórfellda og refsiverða. Fjallað var um það í gær að Hrafn hafi höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka og nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Í kærunni segir að annar sjúklingur á deildinni hafi ráðist tvívegis á Hrafn með stuttu millibili og meðal annars veitt honum áverka á höfði. Hann hafi þá rotast og orðið fyrir miklu áfalli í tengslum við þennan atburð. Hrafn fer fram á að lögregla rannsaki málið en óskar þess sérstaklega að rannsókninni verði ekki beint að þeim sem réðst að honum enda sé hann ósakhæfur. Vonar að stjórnendur spítalans verði næst boðaðir til yfirheyrslu Einnig fer Hrafn fram á að rannsókninni verði ekki beint að þeim almennu starfsmönnum deildarinnar sem voru að störfum þegar atvikin áttu sér stað þar sem hann telji aðbúnað, öryggi og mönnun hafa verið ófullnægjandi á deildinni. Að mati Hrafns bera stjórnendur ábyrgð á því og almennum starfsmönnum ekki kennt um. Hrafn staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi nýlega veitt lögreglu skýrslu vegna málsins. „Þannig að ég ætlast til þess að lögreglan sé að rannsaka þetta mál af einurð og festu, það má engan tíma missa. Ég vænti þess að heyra í þeim aftur fljótlega og ég vona að næst verði stjórnendur Landspítalans yfirheyrðir.“ Skilur ekki hvers vegna ekki var komið í veg fyrir seinni árásina Í kærunni kemur fram að Hrafn hafi á þessum tíma sætt nauðungarvistun á grundvelli lögræðislaga og hafi talið mikilvægt að stjórnendur spítalans tækju allar viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja öryggi hans. Það hafi verið brýnt því aðrir sjúklingar sem hann hafi verið vistaður með hafi einnig sætt nauðungarvistun og sumir hverjir væntanlega á þeirri forsendu að þeir kynnu að reynast öðrum mönnum hættulegir. „Þetta hafi stjórnendum spítalans verið kunnugt en samt hafi þeir með öllu vanrækt að setja viðhlítandi öryggisreglur um starfsemi deildarinnar og/eða tryggt að þeim væri fylgt eftir með nægjanlegum fjölda öryggisvarða og skipulögðum vinnubrögðum,“ segir í kærunni til lögreglu. Ekki síst hafi þetta átt við eftir fyrri árásina og þykir Hrafni óskiljanlegt að ekki hafi tekist að afstýra þeirri seinni. Telur hann meinta vanrækslu stjórnenda spítalans í þessum efnum kunna að vera stórfellda og refsiverða. Fjallað var um það í gær að Hrafn hafi höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka og nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna.
Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00