Elvar Már: „Þetta var liðssigur þar sem við lögðum allt í þetta“ Árni Jóhansson skrifar 27. ágúst 2022 22:30 Elvar Már Friðriksson reynir skot gegn Úkraínu Vísir / Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson var enn og aftur lykilmaður í því að ná í sigur íslenska körfuboltalandsliðsins en nú lágu Úkraínu menn í grasinu eftir framlengdan leik í Ólafssal fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 91-88 en að mati Elvars var það eljan og íslenska geðveikin sem skilaði sigrinum. „Í raun og veru var það bara elja og vinnusemi sem skilaði. Þetta var fáránlegur baráttu sigur. Við náðum einhvern veginn að loka teignum og gera þeim erfitt fyrir í skotunum sínum. Þeir voru með fáránlega háa liðsuppstillingu inn á og allir þurftu bara að fara inn og berjast í fráköstunum. Við náðum að vinna hana í lokin eftir að þeir rústuðu henni í fyrri hálfleik. Einhvern veginn náðum við að klafsa út sigur því bensínið var alveg búið“, sagði Elvar þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað sigri Íslands í kvöld. Næst var hann þá spurður hvort gamla góða íslenska geðveikin hafi skilað sigrinum. „Já við töluðum um það fyrir leikinn að það væri okkar drifkraftur og að við værum ekkert góðir nema að vera með íslensku geðveikina. Arnar og Kristófer komu svo sannarlega inn í liðið í dag og voru algjörir lykilmenn í dag.“ Elvar var svo spurður út í liðsheild íslenska landsliðsins en það voru ansi margar hetjur í leiknum í dag á mismunandi tímabilum. „Nákvæmlega. Menn eru kannski ekki í besta forminu núna þar sem tímabilið er að byrja hjá flestum núna en allir áttu sín augnablik í leiknum og það skóp þetta meðal annars. Þetta var liðssigur þar sem við lögðum allt í þetta. Þetta var bara geggjað.“ Að lokum var Elvar spurður út í hvað leikmenn væru að horfa í varðandi möguleika liðsins í riðlinum. Möguleikinn er svo sannarlega til staðar. „Já hann er klárlega til staðar. Við horfum í það að vinna Georgíu í næsta leik og þá höldum við draumnum lifandi.“ HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
„Í raun og veru var það bara elja og vinnusemi sem skilaði. Þetta var fáránlegur baráttu sigur. Við náðum einhvern veginn að loka teignum og gera þeim erfitt fyrir í skotunum sínum. Þeir voru með fáránlega háa liðsuppstillingu inn á og allir þurftu bara að fara inn og berjast í fráköstunum. Við náðum að vinna hana í lokin eftir að þeir rústuðu henni í fyrri hálfleik. Einhvern veginn náðum við að klafsa út sigur því bensínið var alveg búið“, sagði Elvar þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað sigri Íslands í kvöld. Næst var hann þá spurður hvort gamla góða íslenska geðveikin hafi skilað sigrinum. „Já við töluðum um það fyrir leikinn að það væri okkar drifkraftur og að við værum ekkert góðir nema að vera með íslensku geðveikina. Arnar og Kristófer komu svo sannarlega inn í liðið í dag og voru algjörir lykilmenn í dag.“ Elvar var svo spurður út í liðsheild íslenska landsliðsins en það voru ansi margar hetjur í leiknum í dag á mismunandi tímabilum. „Nákvæmlega. Menn eru kannski ekki í besta forminu núna þar sem tímabilið er að byrja hjá flestum núna en allir áttu sín augnablik í leiknum og það skóp þetta meðal annars. Þetta var liðssigur þar sem við lögðum allt í þetta. Þetta var bara geggjað.“ Að lokum var Elvar spurður út í hvað leikmenn væru að horfa í varðandi möguleika liðsins í riðlinum. Möguleikinn er svo sannarlega til staðar. „Já hann er klárlega til staðar. Við horfum í það að vinna Georgíu í næsta leik og þá höldum við draumnum lifandi.“
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum