Slökkviliðsstjórar samþykktu sinn fyrsta kjarasamning Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 07:18 Kosningaþátttakan var 71,74 prósent. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsstjórar og aðrir stjórnendur slökkviliða hafa samþykkt sinn fyrsta kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga, en rafrænni kosningu meðal félagsmanna um samninginn lauk í gær. Í tilkynningu frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að samningurinn hafi verið undirritaður þann 29. júní síðastliðinn, en alls greiddu 33 atkvæði um samninginn. Já sögðu 31, eða um 94 prósent, en tveir greiddu atkvæði gegn samningnum. Enginn sat hjá. Þeir sem fengu að kjósa um samninginn voru félagsmenn LSS sem sinna stöðugildum stjórnenda slökkviliða og greiða iðgjald sem nemur 20 prósent starfshlutfalli eða meira. Kosningaþátttakan var 71,74 prósent. „Þetta er fyrsti samningurinn sem slökkviliðsstjórar gera fyrir sig en áður var einungis einn kjarasamningur sem gilti fyrir alla félagsmenn sem unnu fyrir sveitarfélögin. Samningsaðilar voru sammála í síðustu kjarasamningaviðræðum að það væri óeðlilegt að undirmenn væru að semja um kjör sinna yfirmanna. Samhliða þessum kjarasamningi er búið að útfæra greiðslu vegna bakvakta sem hefur verið mikil óánægja með á meðal slökkviliðstjóra og búið að endurmeta störf þeirra hjá verkefnastofu Starfsmats, sem er stofnun sem mælir reynslu og menntun til launa. Þessi samningur hefur sama gildistíma og almenni kjarasamningurinn og gildir því til 30. september 2023,“ segir í tilkynningunni. Kjaramál Slökkvilið Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Í tilkynningu frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að samningurinn hafi verið undirritaður þann 29. júní síðastliðinn, en alls greiddu 33 atkvæði um samninginn. Já sögðu 31, eða um 94 prósent, en tveir greiddu atkvæði gegn samningnum. Enginn sat hjá. Þeir sem fengu að kjósa um samninginn voru félagsmenn LSS sem sinna stöðugildum stjórnenda slökkviliða og greiða iðgjald sem nemur 20 prósent starfshlutfalli eða meira. Kosningaþátttakan var 71,74 prósent. „Þetta er fyrsti samningurinn sem slökkviliðsstjórar gera fyrir sig en áður var einungis einn kjarasamningur sem gilti fyrir alla félagsmenn sem unnu fyrir sveitarfélögin. Samningsaðilar voru sammála í síðustu kjarasamningaviðræðum að það væri óeðlilegt að undirmenn væru að semja um kjör sinna yfirmanna. Samhliða þessum kjarasamningi er búið að útfæra greiðslu vegna bakvakta sem hefur verið mikil óánægja með á meðal slökkviliðstjóra og búið að endurmeta störf þeirra hjá verkefnastofu Starfsmats, sem er stofnun sem mælir reynslu og menntun til launa. Þessi samningur hefur sama gildistíma og almenni kjarasamningurinn og gildir því til 30. september 2023,“ segir í tilkynningunni.
Kjaramál Slökkvilið Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira