Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2022 21:01 Snorri Einarsson yfirlæknir á Livio segir nóg hafa verið að gera undanfarið. Vísir/Sigurjón Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“ Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“
Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira