Ekið á ungan dreng við gangbraut á leið í skólann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2022 11:16 Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður í Grindavík. Vísir/Egill Ungur drengur í Grindavík hlaut opið beinbrot á fæti þegar ekið var á hann þar sem hjólaði á leið í skólann í gærmorgun. Lögreglumaður minnir ökumenn á að hafa augun á veginum nú þegar börn um allt land streymi í skólana. Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira