Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.

Þróun verðbólgunnar veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu.

Við ræðum við seðlabankastjóra um stýrivaxtahækkun dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum í formanni VR um málið í beinni útsendingu.

Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn fyrir Alþingiskosningar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Við kynnum okkur einnig glænýja könnun á fylgi flokkanna og tökum stöðuna á Reykjanesbæ þar sem meirihlutinn kallar eftir því að fleiri sveitarfélög komi að móttöku flóttafólks.

Einnig heyrum við í íbúa í Kænugarði á óhefðbundum þjóðhátíðardegi Úkraínu og verðum í beinni frá Ungfrú Ísland keppninni í Gamla bíó.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×