Fyrrverandi kærasta John McAfee segir hann hafa sviðsett dauða sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2022 16:06 Vafi leikur á hvort dauða John McAfee bar að með saknæmum hætti eða ekki eða hvort hann sé yfir höfuð dáinn. Getty/Jose GOITIA Í nýrri heimildarmynd um líf tæknimógúlsins John McAfee sem kemur út á Netflix í dag heldur fyrrverandi kærasta hans því fram að hann hafi sviðsett dauða sinn og sé enn á lífi í Texas. Á sama tíma berst ekkja hans áfram fyrir því að fá að sjá lík McAfee sem hefur legið í líkhúsi í Barcelona í meira en ár. John McAfee, tæknifrumkvöðull sem er þekktastur fyrir að hafa búið til vírusvörnina McAfee, lifði ansi skrautlegu lífi. Síðasta áratug ævi hans var hann á stöðugum flótta undan hinum ýmsu yfirvöldum, bæði vegna gruns um að hafa skotið nágranna sinn í Belize árið 2012 og vegna fjölda skattalagabrota í Bandaríkjunum. McAfee var á stöðugu flakki eftir að hafa flúið Belize árið 2012.Getty/Larry Marano McAfee var á endanum handtekinn af lögreglunni á Spáni í október 2020 og dvaldi í fangelsi í Barcelona þar til í júní á síðasta ári þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum 75 ára að aldri. Stuttu áður höfðu þarlendir dómstólar heimilað framsal hans til Bandaríkjanna. Að sögn yfirvalda á Spáni lést McAfee af eigin hendi en aðstandendur hans hafa dregið þá skýringu í efa. Sjálfsmorð, sviðsett sjálfsmorð eða eitthvað annað? Janice McAfee, ekkja John, heldur því fram að hann hafi ekki verið í sjálfsvígshugsunum og að krufning á líki hans hafi verið ófullnægjandi. Hún bað því um að ítarlegri krufning yrði framin á líki hans sem dómstólar neiruðu. Lík John McAfee verið í líkhúsinu í Barcelona síðan. Í nýrri heimildamynd um síðustu ár McAfee sem heitir Running with the Devil: The Wild World of John McAfee og kemur á Netflix í kvöld birtist önnur kenning um dauða McAfee. Samantha Herrera með John McAfee á meðan þau voru enn saman.Skjáskot Þar er tekið viðtal við Samönthu Herrera, fyrrverandi kærustu John sem flúði með honum frá Belize 2012. Í myndinni heldur hún því fram að McAfee sé alls ekki dáinn heldur hafi hann sviðsett dauða sinn og fari nú huldu höfði í Texas. Á meðan McAfee lifði var hann ansi klókur í að flýja undan yfirvöldum og halda því leyndu hvar hann væri. Meðal annars hélt McAfee því fram að hann hefði flúið til Íslands og dvalið í felum á Dalvík. Það var þó aldrei staðfest og töldu sumir að McAfee hefði einfaldlega verið að afvegaleiða þá sem leituðu að honum. We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019 Spánn Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. 25. júní 2021 21:47 Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
John McAfee, tæknifrumkvöðull sem er þekktastur fyrir að hafa búið til vírusvörnina McAfee, lifði ansi skrautlegu lífi. Síðasta áratug ævi hans var hann á stöðugum flótta undan hinum ýmsu yfirvöldum, bæði vegna gruns um að hafa skotið nágranna sinn í Belize árið 2012 og vegna fjölda skattalagabrota í Bandaríkjunum. McAfee var á stöðugu flakki eftir að hafa flúið Belize árið 2012.Getty/Larry Marano McAfee var á endanum handtekinn af lögreglunni á Spáni í október 2020 og dvaldi í fangelsi í Barcelona þar til í júní á síðasta ári þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum 75 ára að aldri. Stuttu áður höfðu þarlendir dómstólar heimilað framsal hans til Bandaríkjanna. Að sögn yfirvalda á Spáni lést McAfee af eigin hendi en aðstandendur hans hafa dregið þá skýringu í efa. Sjálfsmorð, sviðsett sjálfsmorð eða eitthvað annað? Janice McAfee, ekkja John, heldur því fram að hann hafi ekki verið í sjálfsvígshugsunum og að krufning á líki hans hafi verið ófullnægjandi. Hún bað því um að ítarlegri krufning yrði framin á líki hans sem dómstólar neiruðu. Lík John McAfee verið í líkhúsinu í Barcelona síðan. Í nýrri heimildamynd um síðustu ár McAfee sem heitir Running with the Devil: The Wild World of John McAfee og kemur á Netflix í kvöld birtist önnur kenning um dauða McAfee. Samantha Herrera með John McAfee á meðan þau voru enn saman.Skjáskot Þar er tekið viðtal við Samönthu Herrera, fyrrverandi kærustu John sem flúði með honum frá Belize 2012. Í myndinni heldur hún því fram að McAfee sé alls ekki dáinn heldur hafi hann sviðsett dauða sinn og fari nú huldu höfði í Texas. Á meðan McAfee lifði var hann ansi klókur í að flýja undan yfirvöldum og halda því leyndu hvar hann væri. Meðal annars hélt McAfee því fram að hann hefði flúið til Íslands og dvalið í felum á Dalvík. Það var þó aldrei staðfest og töldu sumir að McAfee hefði einfaldlega verið að afvegaleiða þá sem leituðu að honum. We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019
Spánn Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. 25. júní 2021 21:47 Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. 25. júní 2021 21:47
Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57
Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05