Umfjöllun: Spánn - Ísland 87-57 | Íslenska liðið lenti á vegg í hæsta garðinum Hjörvar Ólafsson skrifar 24. ágúst 2022 21:00 Tryggvi Snær Hlinason skoraði sex stig og tók sjö fráköst í leiknum í kvöld. VÍSIR/BÁRA Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi þegar liðið sótti ríkjandi heimsmeistara, Spán heim, í fyrstu umferð í seinna stigi undankeppni HM. Lokatölur í leiknum urðu 87-57 Spánverjum í vil. Það var vitað fyrir leik að það yrði við ramman reip að draga og það var fljótlega ljóst að verkefnið í kvöld yrði erfitt. Spænska liðið náði hægt og bítandi upp þægilegu forskoti og eftir að hafa skipt upp um nokkra gíra í öðrum leikhluta var munurinn 23 stig í hálfleik. Íslenska liðið náði að halda í horfinu í seinni hálfleik og þegar upp var staðið munaði 30 stigum á liðunum. Elvar Már Friðriksson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 14 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson kom næstur með 11 stig. Guðmundur Þórir Þorbjarnarson átti góða innkomu af varamannabekknum og skoraði átta stig og Haukur Helgi Pálsson skoraði sjö stig. Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska liðinu en liðið fær Úkraínu í heimsókn í næstu umferð undankeppninnar. Uppselt er á þann leik sem fram fer í Ólafssal á laugardaginn kemur. Leikurinn við Spán í kvöld var fyrsti leikurinn á seinna stigi undankeppninnar. Ísland er búið að spila leikina sína við Ítalíu og Holland og tók með sér þrjá sigra og eitt tap úr þeim leikjum. Fram undan eru fimm leikir við Spán, Georgíu og Úkraínu. Þrjú efstu liðin í lok undankeppninnar komast svo á HM svo Ísland gæti komist þangað í fyrsta sinn í sögunni. Jón Axel Guðmundsson spilaði ekki í þessum leik vegna bakmeiðsla vonir standa til að hann verði búinn að hrista þau meiðsli af sér í tæka tíð fyrir leikinn við Úkraínumenn. Af hverju vann Spánn? Fyrir það fyrsta er spænska liðið stútfullt af gæðum og þeir sýndu það á köflum hverju hæfileikaríka leikmenn þeir eru með innanborðs. Heimamenn rúlluðu liðinu vel þannig að á vellinum voru hverju sinni ferskar lappir sem gátu spilað aggresíva vörn og refsað í bakið á íslenska liðinu í kjölfarið. Íslenska liðið fékk á sig 38 stig eftir 23 tapaða bolta sína. Hverjir stóðu upp úr? Elvar Már sýndi það í upphafi leiks og svo reglulega í leiknum hvers megnugur hann er og hversu langt hann er kominn á ferli sínum. Þá var Tryggvi Snær öflugur í varnarleiknum en hann var að glíma við ansi öfluga leikmenn undir körfunni og gerði það með stakri prýði. Hvað gerist næst? Íslenska liðið mætir Úkraínu í næstu umferð undankeppninnar í Ólafssal að Ásvöllum á laugardaginn næsta en sá leikur er lykilleikur upp á framhaldið í keppninni. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi þegar liðið sótti ríkjandi heimsmeistara, Spán heim, í fyrstu umferð í seinna stigi undankeppni HM. Lokatölur í leiknum urðu 87-57 Spánverjum í vil. Það var vitað fyrir leik að það yrði við ramman reip að draga og það var fljótlega ljóst að verkefnið í kvöld yrði erfitt. Spænska liðið náði hægt og bítandi upp þægilegu forskoti og eftir að hafa skipt upp um nokkra gíra í öðrum leikhluta var munurinn 23 stig í hálfleik. Íslenska liðið náði að halda í horfinu í seinni hálfleik og þegar upp var staðið munaði 30 stigum á liðunum. Elvar Már Friðriksson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 14 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson kom næstur með 11 stig. Guðmundur Þórir Þorbjarnarson átti góða innkomu af varamannabekknum og skoraði átta stig og Haukur Helgi Pálsson skoraði sjö stig. Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska liðinu en liðið fær Úkraínu í heimsókn í næstu umferð undankeppninnar. Uppselt er á þann leik sem fram fer í Ólafssal á laugardaginn kemur. Leikurinn við Spán í kvöld var fyrsti leikurinn á seinna stigi undankeppninnar. Ísland er búið að spila leikina sína við Ítalíu og Holland og tók með sér þrjá sigra og eitt tap úr þeim leikjum. Fram undan eru fimm leikir við Spán, Georgíu og Úkraínu. Þrjú efstu liðin í lok undankeppninnar komast svo á HM svo Ísland gæti komist þangað í fyrsta sinn í sögunni. Jón Axel Guðmundsson spilaði ekki í þessum leik vegna bakmeiðsla vonir standa til að hann verði búinn að hrista þau meiðsli af sér í tæka tíð fyrir leikinn við Úkraínumenn. Af hverju vann Spánn? Fyrir það fyrsta er spænska liðið stútfullt af gæðum og þeir sýndu það á köflum hverju hæfileikaríka leikmenn þeir eru með innanborðs. Heimamenn rúlluðu liðinu vel þannig að á vellinum voru hverju sinni ferskar lappir sem gátu spilað aggresíva vörn og refsað í bakið á íslenska liðinu í kjölfarið. Íslenska liðið fékk á sig 38 stig eftir 23 tapaða bolta sína. Hverjir stóðu upp úr? Elvar Már sýndi það í upphafi leiks og svo reglulega í leiknum hvers megnugur hann er og hversu langt hann er kominn á ferli sínum. Þá var Tryggvi Snær öflugur í varnarleiknum en hann var að glíma við ansi öfluga leikmenn undir körfunni og gerði það með stakri prýði. Hvað gerist næst? Íslenska liðið mætir Úkraínu í næstu umferð undankeppninnar í Ólafssal að Ásvöllum á laugardaginn næsta en sá leikur er lykilleikur upp á framhaldið í keppninni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti