Áhyggjur af velferð hesta í Survive Iceland Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 14:01 Dagana 25-28. ágúst verður haldin þolreiðarkeppni á vegum Landssambands hestamannafélaga (LH) sem ber yfirskriftina Survive Iceland. Um er að ræða 270 km þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Hver hestur fer um 25-35 km á dag, vegalengd sem farin er á um tveimur klukkustundum, án áningar. Það er töluvert lengri dagleið en hefðbundið er í hestamennsku hér á landi, sem er um 10-15 km á hest á dag undir knapa. Dýraverndarsamband Íslands hefur áhyggjur af velferð hesta í þessari keppni. Samkvæmt keppnisreglum fá keppendur þrjá hesta hver og velja tvo þeirra til reiðar hvern dag. Hins vegar mega knapar velja sama hestinn alla dagana. Þetta þýðir að sumir hestar gætu þurft að fara allt að 35 km dagleið fjóra daga í röðundir knapa. Að hestar fái ekki hvíld undir svo miklu álagi eykur líkur á slysum, ofreynslu og álagsmeiðslum þar sem þeir fá ekki tækifæri til að jafna sig milli daga í keppninni, eins og hefðbundið er í öðrum keppnisgreinum t.d. á Landsmóti hestamanna. Í nágrannalöndum okkar eiga knapar að vera með sína eigin hesta í þolreiðarkeppnum, sem þeir þjálfa og þekkja vel. Þessar forsendur eru fyrir hendi til að verja heilsu og velferð hestanna. Í þessari keppni munu erlendir keppendur ekki koma til með að þekkja hestana og vita því ekki hver þreytumerki þeirra eru. Keppendur verða sömuleiðis einir með hestana á meðan keppni stendur sem er varasamt. Sívöktunarbúnaður sem fylgist með púlsi verður ekki notaður, en í nágrannalöndum okkar er jafnan notast við slíkan búnað til að fylgjast með ástandi hesta í þolreiðarkeppnum. Eftirlit með lífsmörkum og þar með velferð hestanna verður því ekki til staðar nema eftir um 25-35 km langan legg þegar dýralæknaskoðun á sér stað. Hestarnir verða því alfarið undir náð keppenda komnir á leiðinni. Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verður fyrir hendi í þessari keppni. Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Hestaíþróttir Dýr Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Dagana 25-28. ágúst verður haldin þolreiðarkeppni á vegum Landssambands hestamannafélaga (LH) sem ber yfirskriftina Survive Iceland. Um er að ræða 270 km þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Hver hestur fer um 25-35 km á dag, vegalengd sem farin er á um tveimur klukkustundum, án áningar. Það er töluvert lengri dagleið en hefðbundið er í hestamennsku hér á landi, sem er um 10-15 km á hest á dag undir knapa. Dýraverndarsamband Íslands hefur áhyggjur af velferð hesta í þessari keppni. Samkvæmt keppnisreglum fá keppendur þrjá hesta hver og velja tvo þeirra til reiðar hvern dag. Hins vegar mega knapar velja sama hestinn alla dagana. Þetta þýðir að sumir hestar gætu þurft að fara allt að 35 km dagleið fjóra daga í röðundir knapa. Að hestar fái ekki hvíld undir svo miklu álagi eykur líkur á slysum, ofreynslu og álagsmeiðslum þar sem þeir fá ekki tækifæri til að jafna sig milli daga í keppninni, eins og hefðbundið er í öðrum keppnisgreinum t.d. á Landsmóti hestamanna. Í nágrannalöndum okkar eiga knapar að vera með sína eigin hesta í þolreiðarkeppnum, sem þeir þjálfa og þekkja vel. Þessar forsendur eru fyrir hendi til að verja heilsu og velferð hestanna. Í þessari keppni munu erlendir keppendur ekki koma til með að þekkja hestana og vita því ekki hver þreytumerki þeirra eru. Keppendur verða sömuleiðis einir með hestana á meðan keppni stendur sem er varasamt. Sívöktunarbúnaður sem fylgist með púlsi verður ekki notaður, en í nágrannalöndum okkar er jafnan notast við slíkan búnað til að fylgjast með ástandi hesta í þolreiðarkeppnum. Eftirlit með lífsmörkum og þar með velferð hestanna verður því ekki til staðar nema eftir um 25-35 km langan legg þegar dýralæknaskoðun á sér stað. Hestarnir verða því alfarið undir náð keppenda komnir á leiðinni. Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verður fyrir hendi í þessari keppni. Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun