Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2022 13:40 Lítið vatn er í ám víða um Kína. AP/Olivia Zhang Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt í Sichuan-héraði, þar sem um áttatíu prósent orku héraðsins kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Þurrkurinn hefur sömuleiðis leitt til þess að vatnsstaða Yangtze-árinnar hefur lækkað verulega og er áin um helmingi mjórri en við venjulegar aðstæður. AP fréttaveitan segir hitann hafa farið í 45 gráður í Chongqing í gær og segja ríkismiðlar Kína það mesta hitastig sem mælst hefur í Kína frá því mælingar hófust árið 1961, að hitamælingum í eyðimörkinni í Xinjiang undanskildum. Þessi hiti veldur því að fólk hefur haldið sig innan dyra, nærri loftkælingum. Embættismenn í Sichuan hafa þó skipað íbúum að stilla loftkælingar ekki á minna hitastig en 27 gráður til að spara orku. Þurrkar virðast herja á jarðarbúa víða um heim þessa dagana. Meðal annars í Ameríku, Afríku og í Evrópu, þar sem ástandið þykir mjög slæmt. Sambærilegt en þó verra ástand skapaðist í Kína í fyrra vegna þurrka í Guandgdong-héraði, sem er mjög iðnvætt og umfangsmikil framleiðsla fer þar fram, en til viðbótar við það var einnig skortur á kolum. Sérfræðingar búast ekki við að ástandið verði eins slæmt að þessu sinni. Ráðamenn í Kína vinna þó hörðum höndum að því að blása auknu lífi í hagkerfi Kína í aðdraganda flokksþings í haust þar sem búist er við því að Xi Jinping, forseti, muni veita sjálfum sér þriðja fimm ára kjörtímabilið. Þá hafa Kínverjar ekki náð markmiðum sínum varðandi hagvöxt. Á fyrri hluta þessa árs var hagvöxtur 2,5 prósent, samanborið við sama tíma í fyrra. Markmiðið var 5,5 prósent. Kína Umhverfismál Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Ástandið er sérstaklega slæmt í Sichuan-héraði, þar sem um áttatíu prósent orku héraðsins kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Þurrkurinn hefur sömuleiðis leitt til þess að vatnsstaða Yangtze-árinnar hefur lækkað verulega og er áin um helmingi mjórri en við venjulegar aðstæður. AP fréttaveitan segir hitann hafa farið í 45 gráður í Chongqing í gær og segja ríkismiðlar Kína það mesta hitastig sem mælst hefur í Kína frá því mælingar hófust árið 1961, að hitamælingum í eyðimörkinni í Xinjiang undanskildum. Þessi hiti veldur því að fólk hefur haldið sig innan dyra, nærri loftkælingum. Embættismenn í Sichuan hafa þó skipað íbúum að stilla loftkælingar ekki á minna hitastig en 27 gráður til að spara orku. Þurrkar virðast herja á jarðarbúa víða um heim þessa dagana. Meðal annars í Ameríku, Afríku og í Evrópu, þar sem ástandið þykir mjög slæmt. Sambærilegt en þó verra ástand skapaðist í Kína í fyrra vegna þurrka í Guandgdong-héraði, sem er mjög iðnvætt og umfangsmikil framleiðsla fer þar fram, en til viðbótar við það var einnig skortur á kolum. Sérfræðingar búast ekki við að ástandið verði eins slæmt að þessu sinni. Ráðamenn í Kína vinna þó hörðum höndum að því að blása auknu lífi í hagkerfi Kína í aðdraganda flokksþings í haust þar sem búist er við því að Xi Jinping, forseti, muni veita sjálfum sér þriðja fimm ára kjörtímabilið. Þá hafa Kínverjar ekki náð markmiðum sínum varðandi hagvöxt. Á fyrri hluta þessa árs var hagvöxtur 2,5 prósent, samanborið við sama tíma í fyrra. Markmiðið var 5,5 prósent.
Kína Umhverfismál Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49