Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2022 13:40 Lítið vatn er í ám víða um Kína. AP/Olivia Zhang Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt í Sichuan-héraði, þar sem um áttatíu prósent orku héraðsins kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Þurrkurinn hefur sömuleiðis leitt til þess að vatnsstaða Yangtze-árinnar hefur lækkað verulega og er áin um helmingi mjórri en við venjulegar aðstæður. AP fréttaveitan segir hitann hafa farið í 45 gráður í Chongqing í gær og segja ríkismiðlar Kína það mesta hitastig sem mælst hefur í Kína frá því mælingar hófust árið 1961, að hitamælingum í eyðimörkinni í Xinjiang undanskildum. Þessi hiti veldur því að fólk hefur haldið sig innan dyra, nærri loftkælingum. Embættismenn í Sichuan hafa þó skipað íbúum að stilla loftkælingar ekki á minna hitastig en 27 gráður til að spara orku. Þurrkar virðast herja á jarðarbúa víða um heim þessa dagana. Meðal annars í Ameríku, Afríku og í Evrópu, þar sem ástandið þykir mjög slæmt. Sambærilegt en þó verra ástand skapaðist í Kína í fyrra vegna þurrka í Guandgdong-héraði, sem er mjög iðnvætt og umfangsmikil framleiðsla fer þar fram, en til viðbótar við það var einnig skortur á kolum. Sérfræðingar búast ekki við að ástandið verði eins slæmt að þessu sinni. Ráðamenn í Kína vinna þó hörðum höndum að því að blása auknu lífi í hagkerfi Kína í aðdraganda flokksþings í haust þar sem búist er við því að Xi Jinping, forseti, muni veita sjálfum sér þriðja fimm ára kjörtímabilið. Þá hafa Kínverjar ekki náð markmiðum sínum varðandi hagvöxt. Á fyrri hluta þessa árs var hagvöxtur 2,5 prósent, samanborið við sama tíma í fyrra. Markmiðið var 5,5 prósent. Kína Umhverfismál Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Ástandið er sérstaklega slæmt í Sichuan-héraði, þar sem um áttatíu prósent orku héraðsins kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Þurrkurinn hefur sömuleiðis leitt til þess að vatnsstaða Yangtze-árinnar hefur lækkað verulega og er áin um helmingi mjórri en við venjulegar aðstæður. AP fréttaveitan segir hitann hafa farið í 45 gráður í Chongqing í gær og segja ríkismiðlar Kína það mesta hitastig sem mælst hefur í Kína frá því mælingar hófust árið 1961, að hitamælingum í eyðimörkinni í Xinjiang undanskildum. Þessi hiti veldur því að fólk hefur haldið sig innan dyra, nærri loftkælingum. Embættismenn í Sichuan hafa þó skipað íbúum að stilla loftkælingar ekki á minna hitastig en 27 gráður til að spara orku. Þurrkar virðast herja á jarðarbúa víða um heim þessa dagana. Meðal annars í Ameríku, Afríku og í Evrópu, þar sem ástandið þykir mjög slæmt. Sambærilegt en þó verra ástand skapaðist í Kína í fyrra vegna þurrka í Guandgdong-héraði, sem er mjög iðnvætt og umfangsmikil framleiðsla fer þar fram, en til viðbótar við það var einnig skortur á kolum. Sérfræðingar búast ekki við að ástandið verði eins slæmt að þessu sinni. Ráðamenn í Kína vinna þó hörðum höndum að því að blása auknu lífi í hagkerfi Kína í aðdraganda flokksþings í haust þar sem búist er við því að Xi Jinping, forseti, muni veita sjálfum sér þriðja fimm ára kjörtímabilið. Þá hafa Kínverjar ekki náð markmiðum sínum varðandi hagvöxt. Á fyrri hluta þessa árs var hagvöxtur 2,5 prósent, samanborið við sama tíma í fyrra. Markmiðið var 5,5 prósent.
Kína Umhverfismál Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Kínverskur milljarðamæringur dæmdur í þrettán ára fangelsi Kínversk-kanadíski milljarðamæringurinn Xiao Jianhua var í dag dæmdur í þrettán ára fangelsi af dómara í Shanghæ. Samkvæmt dómnum gerðist Jianhua sekur um að hafa dregið sér almannafé og mútað opinberum aðilum í Kína. 19. ágúst 2022 09:49