Verkkvíði ríkisstjórnar í loftslagsmálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:30 Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Forysturíki í orði en ekki á borði Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland á að verða fyrsta ríkið sem er óháð jarðefnaeldsneyti og á að ná kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum ekki seinna en árið 2040. Það er stefnt að því að fyrir árið 2030 dragist losun gróðurhúsalofttegunda saman um 55% frá því sem var árið 2005. Í heil fimm ár hefur forsætisráðherra talað um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Fréttir af ræðum hennar á erlendri grundu vekja athygli. Engu að síður hefur vantað allar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum sem eiga að gera Ísland að þessu forysturíki. Nýr umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt að til þess að þessi markmið náist þurfi að herða róðurinn verulega. Enn sem komið er liggja fyrir orð en ekki efndir. Loftslagsráð hefur bent á að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 séu óljós og ófullnægjandi. Ráðið telur nauðsynlegt að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar. Í grænni skýrslu umhverfisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki fylgt eftir markmiðum sínum um orkuskipti með skýrum ákvörðunum um orkuöflun. Ungir umhverfissinnar hafa gefið ríkisstjórninni falleinkunn í loftslagsmálum. Ekkert af þessu rímar við orð Katrínar Jakobsdóttur um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Og raddirnar heyrast víðar. Háleit markmið en svo ekkert Ríkisstjórnin hefur hvatt aðra til dáða og biðlað til almennings sem og atvinnulífsins um að gera sitt. Auðvitað þarf allt samfélagið að leggja sitt af mörkum en stjórnvöld verða að taka að sér stærra hlutverk til að ná eigin markmiðum. Ríkisstjórnin hefur öll tækifæri til að hafa jákvæð áhrif og ætti að vera meira en álitsgjafi í fjölmiðlum eða málstofa vel meinandi fólks. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar, heldur hvernig er stjórnað. Á síðasta þingi lagði ég fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu hátt hlutfall fjárfestinga ríkisins styður við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Nánar tiltekið um þær fjárfestingar ríkisins sem snúa að verndun vistkerfa, markmiðum um losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eða stuðla að því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar á sviði loftslagsmála. Grænar fjárfestingar í stuttu máli. Auðvitað er ekki alveg einfalt erfitt að leggja mat á þetta en samkvæmt svari ráðherra námu þær fjárfestingar sem beinlínis styðja við loftslagsmarkmiðin – og geta kallað grænar - 2,9 milljörðum. Svarið verður skýrara þegar sú tala er sett í samhengi við heildartölu fjárfestinga. Þá sést að þessar grænu fjárfestingar voru 2% af heildarfjárfestingum á síðasta ári. Ríkisstjórnin fegrar svo bókhaldið með því að telja til fjárfestingar sem styðja „með óbeinum hætti“ við loftslagsmarkmiðin. Það bókhald virðist í anda skapandi skrifa enda útgjöld til nýs landspítala þá talin til grænna fjárfestinga. Tímasett plan og skýr verkstjórn takk Það er sjálfstætt áhyggjuefni að ríkisstjórnin getur illa skilgreint hvað raunverulega telst til grænna fjárfestinga, þrátt fyrir sín háleitu markmið.Loftslagsráð hefur einmitt bent á að í fjármálaáætlun sé erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða. Það dregur úr líkum þess að ríkisstjórnin nái fram markmiðum sínum þegar yfirsýnin er lítil og fólk vinnur í blindflugi. Eftir stendur þó að það jákvæða í stöðunni er að það er algjörlega raunhæft að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Allt sem þarf er að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og verkstjórn og fylgja markvissum og tímasettum aðgerðum eftir. Fyrst þarf ríkisstjórnin bara að losa sig við verkkvíðann sem hindrar árangur í þeim málaflokki sem er nú og mun lengi verða sá allra mikilvægasti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Forysturíki í orði en ekki á borði Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ísland á að verða fyrsta ríkið sem er óháð jarðefnaeldsneyti og á að ná kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum ekki seinna en árið 2040. Það er stefnt að því að fyrir árið 2030 dragist losun gróðurhúsalofttegunda saman um 55% frá því sem var árið 2005. Í heil fimm ár hefur forsætisráðherra talað um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Fréttir af ræðum hennar á erlendri grundu vekja athygli. Engu að síður hefur vantað allar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum sem eiga að gera Ísland að þessu forysturíki. Nýr umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt að til þess að þessi markmið náist þurfi að herða róðurinn verulega. Enn sem komið er liggja fyrir orð en ekki efndir. Loftslagsráð hefur bent á að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 séu óljós og ófullnægjandi. Ráðið telur nauðsynlegt að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar. Í grænni skýrslu umhverfisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki fylgt eftir markmiðum sínum um orkuskipti með skýrum ákvörðunum um orkuöflun. Ungir umhverfissinnar hafa gefið ríkisstjórninni falleinkunn í loftslagsmálum. Ekkert af þessu rímar við orð Katrínar Jakobsdóttur um Ísland sem forysturíki á sviði loftslagsmála. Og raddirnar heyrast víðar. Háleit markmið en svo ekkert Ríkisstjórnin hefur hvatt aðra til dáða og biðlað til almennings sem og atvinnulífsins um að gera sitt. Auðvitað þarf allt samfélagið að leggja sitt af mörkum en stjórnvöld verða að taka að sér stærra hlutverk til að ná eigin markmiðum. Ríkisstjórnin hefur öll tækifæri til að hafa jákvæð áhrif og ætti að vera meira en álitsgjafi í fjölmiðlum eða málstofa vel meinandi fólks. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar, heldur hvernig er stjórnað. Á síðasta þingi lagði ég fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um hversu hátt hlutfall fjárfestinga ríkisins styður við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Nánar tiltekið um þær fjárfestingar ríkisins sem snúa að verndun vistkerfa, markmiðum um losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eða stuðla að því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar á sviði loftslagsmála. Grænar fjárfestingar í stuttu máli. Auðvitað er ekki alveg einfalt erfitt að leggja mat á þetta en samkvæmt svari ráðherra námu þær fjárfestingar sem beinlínis styðja við loftslagsmarkmiðin – og geta kallað grænar - 2,9 milljörðum. Svarið verður skýrara þegar sú tala er sett í samhengi við heildartölu fjárfestinga. Þá sést að þessar grænu fjárfestingar voru 2% af heildarfjárfestingum á síðasta ári. Ríkisstjórnin fegrar svo bókhaldið með því að telja til fjárfestingar sem styðja „með óbeinum hætti“ við loftslagsmarkmiðin. Það bókhald virðist í anda skapandi skrifa enda útgjöld til nýs landspítala þá talin til grænna fjárfestinga. Tímasett plan og skýr verkstjórn takk Það er sjálfstætt áhyggjuefni að ríkisstjórnin getur illa skilgreint hvað raunverulega telst til grænna fjárfestinga, þrátt fyrir sín háleitu markmið.Loftslagsráð hefur einmitt bent á að í fjármálaáætlun sé erfitt að átta sig á því hvaða forsendur, gögn og greiningar liggja að baki forgangsröðun fjármuna og hvaða ávinnings er að vænta af framlögum til einstakra aðgerða. Það dregur úr líkum þess að ríkisstjórnin nái fram markmiðum sínum þegar yfirsýnin er lítil og fólk vinnur í blindflugi. Eftir stendur þó að það jákvæða í stöðunni er að það er algjörlega raunhæft að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sett sér. Allt sem þarf er að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og verkstjórn og fylgja markvissum og tímasettum aðgerðum eftir. Fyrst þarf ríkisstjórnin bara að losa sig við verkkvíðann sem hindrar árangur í þeim málaflokki sem er nú og mun lengi verða sá allra mikilvægasti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun