Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2022 09:10 Hér má sjá að Jordan Waddy kastaði frá sér byssunni rétt áður en lögregluþjónarnir skutu á hann. Einnig má sjá að fólk í bakgrunni en auk þess að særa Waddy, særðu lögregluþjónarnir sex aðra. Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar. Hann dó ekki og særðist ekki lífshættulega. Sex aðrir særðust í skothríðinni en fólkið var þá að koma út af skemmtistöðum í miðbæ Denver. Þetta var þann 17. júlí og höfðu lögregluþjónarnir þegar verið sendir í leyfi á meðan rannsókn á skotárásinni fer fram. Héraðssaksóknari Denver tilkynnti þó í vikunni að kallaður yrði til svokallaður ákærudómstóll (e. grand jury) þar sem málið yrði rannsakað og kannað hvort tilefni væri til að ákæra lögregluþjónana. Það er eftir að upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna voru gerðar opinberar. Þær sýna meðal annars að maðurinn sem þeir skutu, sem heitir Jordan Waddy og er 21 árs, virðist hafa kastað frá sér byssunni og verið með hendur á lofti þegar lögregluþjónarnir skutu hann. Samkvæmt AP fréttaveitunni veittu lögregluþjónarnir Waddy eftirför þegar þeir sáu hann kýla annan mann. Þegar lögregluþjónarnir miðuð byssum sínum á hann, tók hann skammbyssu úr vasanum, kastaði henni til hliðar og var að rétta upp hendurnar þegar lögregluþjónarnir þrír skutu á Waddy. Eins og áður særðist hann en sex aðrir sem stóðu í bakgrunni urðu einnig fyrir skotum. Enginn særðist þó alvarlega. AP hefur eftir lögreglunni að þessir þrír lögregluþjónar hafi skotið sjö skotum en óljóst er hvort þeir hleyptu allir af byssum sínum. Engu skoti var skotið að þeim. Waddy var í kjölfarið handtekinn. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils, þar sem farið er yfir málið og sýndar upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna og upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Sjá meira
Hann dó ekki og særðist ekki lífshættulega. Sex aðrir særðust í skothríðinni en fólkið var þá að koma út af skemmtistöðum í miðbæ Denver. Þetta var þann 17. júlí og höfðu lögregluþjónarnir þegar verið sendir í leyfi á meðan rannsókn á skotárásinni fer fram. Héraðssaksóknari Denver tilkynnti þó í vikunni að kallaður yrði til svokallaður ákærudómstóll (e. grand jury) þar sem málið yrði rannsakað og kannað hvort tilefni væri til að ákæra lögregluþjónana. Það er eftir að upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna voru gerðar opinberar. Þær sýna meðal annars að maðurinn sem þeir skutu, sem heitir Jordan Waddy og er 21 árs, virðist hafa kastað frá sér byssunni og verið með hendur á lofti þegar lögregluþjónarnir skutu hann. Samkvæmt AP fréttaveitunni veittu lögregluþjónarnir Waddy eftirför þegar þeir sáu hann kýla annan mann. Þegar lögregluþjónarnir miðuð byssum sínum á hann, tók hann skammbyssu úr vasanum, kastaði henni til hliðar og var að rétta upp hendurnar þegar lögregluþjónarnir þrír skutu á Waddy. Eins og áður særðist hann en sex aðrir sem stóðu í bakgrunni urðu einnig fyrir skotum. Enginn særðist þó alvarlega. AP hefur eftir lögreglunni að þessir þrír lögregluþjónar hafi skotið sjö skotum en óljóst er hvort þeir hleyptu allir af byssum sínum. Engu skoti var skotið að þeim. Waddy var í kjölfarið handtekinn. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils, þar sem farið er yfir málið og sýndar upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna og upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Sjá meira