Bjarni er bestur í að vera verstur Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. ágúst 2022 14:33 Bjarni Benediktsson er með 2.131.788 kr. í mánaðarlaun fyrir að vera fjármálaráðherra yfir ríkissjóði sem veltir um 1.138 milljörðum króna. Kollegi hans og skoðanabróðir, Íhaldsmaðurinn Nadhim Zahawi sem nýlega tók við sem fjármálaráðherra Bretlands, er með nokkru lægri í laun eða 2.071.405 kr. miðað við gengi dagsins. Hann er með lægri laun en Bjarni þótt hann haldi utan um 174 þúsund milljarða króna fjárlög breska ríkisins. Í fjármálaráðuneyti Bjarna vinna 99 manns en 1282 hjá Zahawi. Nadhim Zahawi er því með 2,8% lægri laun en Bjarni Benediktsson en þarf samt að stýra 13 sinnum fleiri starfsmönnum og halda utan um 153 sinnum meiri verðmæti. Bjarni með hæstu laun fjármálaráðherra á Norðurlöndunum … Nicolai Wammen fjármálaráðherra Danmerkur er með 2.054 þús. kr. á mánuði, Mikael Damberg fjármálaráðherra Svíþjóðar er með 1.927 þús. kr. á mánuði, Trygve Slagsvold Vedum fjármálaráðherra Noregs er með 1.804 þús. kr. á mánuði og Annika Saarikko fjármálaráðherra Finnlands er með 1.394 þús. kr. á mánuði. Bjarni Benediktsson er því hæst launaði fjármálaráðherra Norðurlanda þótt hann sé sá sem er treyst er fyrir lang minnsta sjóðnum. … og þótt víðar væri leitað Sigrid Kaag fjármálaráðherra og fyrsti vara-forsætisráðherra Hollands er með 1.949 þús. kr. á mánuði. Bruno Le Maire fjármálaráðherra Frakklands er með 1.397 þús. kr. á mánuði. Og Nadia Calviño efnahags- og fyrsti vara-forsætisráðherra Spánar er með 952 þús. kr. á mánuði. Þið sjáið hvert þetta stefnir. Fjármálaráðherra Þýskalands er reyndar með hærri laun en Bjarni. Sá fékk myndarlega launahækkun í sumar ásamt öðrum ráðherrum við lítinn fögnuð þýsku þjóðarinnar. En þeir eru ekki margir fjármálaráðherrarnir í Evrópu sem toppa Bjarna í launum. Yellen með hærri laun í USA, en kennarar miklu hærri en á Íslandi Janet Yellen er ekki bara fjármálaráðherra Bandaríkjanna heldur virtur hagfræðingur sem hefur haft mikil áhrif á hugmyndir okkar um seðlabanka og ríkisfjármál. Hún stýrir ekki aðeins fjárlögum sem voru þúsund sinnum þúsund milljarðar kr. í fyrra, heldur hafa ákvarðanir hennar áhrif á efnahagslíf heimsins, öfugt við það sem Bjarni gerir. Yellen er með 2.603 þús. kr. á mánuði, fær 22% hærri laun en Bjarni fyrir að stýra þúsund sinnum meira fé. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, ber saman laun kennara í aðildarríkjunum. Í nýjasta samanburðinum kemur fram að framhaldsskólakennarar í Bandaríkjunum eru 43% betur borgaðir en á Íslandi. Í þeim samanburði er Bjarni með hlutfallslega betri laun en Yellen. Ráðherra sem fær mikið lætur kennara fá lítið OECD birtir ekki upplýsingar um laun kennara í Bretlandi, en í öllum öðrum löndum þeirra fjármálaráðherra sem ég hef nefnt hér eru framhaldsskólakennarar með hærri laun en á Íslandi. Að Frakklandi slepptu, en þar er fjármálaráðherrann með 34% lægri laun en Bjarni en franskir kennarar með 8% lægri laun en íslenskir. Í Hollandi er fjármálaráðherrann með 9% lægri laun en Bjarni en hollenskir kennarar eru með 78% hærri laun en íslenskir, samkvæmt OECD. Það fer nærri því að hollenski ráðherrann sé með tvöföld laun framhaldsskólakennara í sínu landi en Bjarni fjórföld kennaralaun. Upplýsingarnar um kennaralaunin eru eldri en ráðherralaunin svo þetta er ekki endilega svona upp á punkt og prik í dag, en hlutfallið milli landanna er svona: Annað borgar kennurum illa en fjármálaráðherra vel. Það eru við. Stjórnmálastéttin á Saga-Class … Bjarni Benediktsson er forystumaður kynslóðar íslenskra stjórnmálamanna sem hefur sprengt upp kjör sín og starfsumhverfi, hafið sig ekki aðeins langt upp yfir venjulegt fólk á Íslandi heldur yfir stjórnmálafólk í öðru löndum. Víða erlendis er stjórnmálafólki greidd laun í takt við sómasamleg millistéttarlaun, þingmenn með laun í námunda við yfirkennarar og ráðherrar eins og skólastjórar. Litið er á stjórnmál sem samfélagsþjónustu sem felur í sér margbreytilega umbun aðra en há laun. Erlendis má heyra stjórnmálafólk ræða hversu mikill heiður það sé að fá að þjóna almenningi. Hér heima má helst skilja á stjórnmálaelítunni að heiðurinn sé allur okkar hinna. … en í ruslflokki hjá almenningi Á Bjarnatímanum fór þetta út úr öllu korti, sjálfsupphafningin varð stjórnlaus. Bæjarstjórar í úthverfum smáborgarinnar Reykjavík fá greidd hærri laun en borgarstjórar í New York, París, London og Róm. Þegar laun þingmanna og ráðherra hækka langt umfram allt velsæmi þykist stjórnmálastéttin skyndilega vera orðin algjörlega valdalaus. Fólkið sem hunsar niðurstöðu þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu segist ekki geta raskað niðurstöðum kjararáðs. Íslenskur almenningur hefur horft á þetta í forundran á undanförnum árum, hefur vaxandi skömm á stjórnmálafólki og þeim lýðræðisstofnunum sem það hefur yfirtekið. Hvergi í okkar heimshluti er jafn ríkjandi vantraust á þjóðþinginu og raunin er hér. Bjarni með minnsta traust allra Og talandi um vantraust. Í vor var mælt traust þjóðarinnar á ráðherrum. Þá kom fram að 18% þjóðarinnar treystir Bjarna en 71% alls ekki. Bjarni er með öðrum orðum rúinn öllu trausti. Sem dæmi má nefna að þegar Richard Nixon flaug í þyrlu burt frá Hvíta húsinu eftir að hafa sagt af sér naut hann enn stuðnings 23% þjóðarinnar. Harry Truman, óvinsælasti forseti Bandaríkjanna fór aldrei neðar í trausti en 22%. Eftir því sem þjóðin kynnist Bjarna betur og því lengur sem hún hefur hann í vinnu því minna traust hefur hún á þessum manni. Í öllum löndum væri stjórnmálamaður með þessa mælingu búinn að segja af sér. Þegar François Hollande fór niður í 14% traust lýsti hann því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann vissi, eins og flest fólk fyrir utan Bjarna, að menn sem hafa fyrirgert trausti sínu hjá þjóðinni munu ekki ná að endurreisa það. Og engum dettur í hug að hægt sé að endurreisa traust með því að gera meira af því sama, eins og Bjarni stefnir að. Heldur sig vera með teflon-húð Bjarni hefur lýst yfir að hann bjóði sig áfram fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum. Við mikinn fögnuð pólitískra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, reikna ég með. Alla vega er ég glaður, eins og sjá má. Hvað veldur? Afhverju er maður á pari við Hollande/Nixon að biðja um fleiri ár? Bjarni trúir líklega þeirri goðsögn að hann sé teflon maður, að hann geti stigið hreinn og strokinn upp úr hverjum drullupollinum eftir annan. En kannanir sýna að Bjarni er alls ekki með teflon-húð. Almenningur sá í gegnum hann fyrir löngu. Einu skiptin þegar hann mælist ekki óvinsælastur ráðherra er þegar hann setur lík í lestina, menn á borð við Kristján Þór Júlíusson og Jón Gunnarsson. Bjarni lifir á verndaðri deild spillingar Það sem ruglar Bjarna er þrennt: 1. Hann hefur á þrettán ára ferli sem formaður Sjálfstæðisflokksins safnað í kringum sig já-fólki, hann lifir í vernduðum heimi. 2. Stjórnmálaelíta annarra flokka er sömuleiðis einangruð frá þjóðinni og umber Bjarna þótt almenningur geri það ekki. 3. Meginstraumur fjölmiðla endurspeglar ekki afstöðu almennings heldur valdastéttarinnar, stjórnmálafólks og auðfólks sem telur sig enn hafa not fyrir Bjarna. Fjölmiðlar ræða við Bjarna eins og flekklausan mann en gagnrýnendur hans sem óróaseggi. Þetta eru megin ástæður þess að stjórnmálaforingi rúinn trausti ákveður að bjóða sig fram enn á ný. Formaður flokks sem hefur margklofnað á hans vakt. Ráðherra sem veður úr einu hneykslinu beint í það næsta. Stjórnmálamaður sem hefur svikið öll sín loforð til kjósenda. Leiðtogi sem leitt hefur fylgistap yfir flokk sinn, aftur og aftur. Forystumaður sem myndað hefur ríkisstjórn um ekki neitt, afllaus til annars. En Bjarni treystir því að sú spillta kynslóð stjórnmálafólks sem hann leiðir muni tryggja honum völd áfram og hann geti fært bakhjörlum Valhallar þessi völd. Og auðfólkið, sem á og rekur Sjálfstæðisflokkinn eftir að Bjarni drap allt grasrótarstarf í flokknum, sér engan betri kost. Þess vegna verður Bjarni áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Og líklega er flokkurinn svo lamaður að hann sættir sig við það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson er með 2.131.788 kr. í mánaðarlaun fyrir að vera fjármálaráðherra yfir ríkissjóði sem veltir um 1.138 milljörðum króna. Kollegi hans og skoðanabróðir, Íhaldsmaðurinn Nadhim Zahawi sem nýlega tók við sem fjármálaráðherra Bretlands, er með nokkru lægri í laun eða 2.071.405 kr. miðað við gengi dagsins. Hann er með lægri laun en Bjarni þótt hann haldi utan um 174 þúsund milljarða króna fjárlög breska ríkisins. Í fjármálaráðuneyti Bjarna vinna 99 manns en 1282 hjá Zahawi. Nadhim Zahawi er því með 2,8% lægri laun en Bjarni Benediktsson en þarf samt að stýra 13 sinnum fleiri starfsmönnum og halda utan um 153 sinnum meiri verðmæti. Bjarni með hæstu laun fjármálaráðherra á Norðurlöndunum … Nicolai Wammen fjármálaráðherra Danmerkur er með 2.054 þús. kr. á mánuði, Mikael Damberg fjármálaráðherra Svíþjóðar er með 1.927 þús. kr. á mánuði, Trygve Slagsvold Vedum fjármálaráðherra Noregs er með 1.804 þús. kr. á mánuði og Annika Saarikko fjármálaráðherra Finnlands er með 1.394 þús. kr. á mánuði. Bjarni Benediktsson er því hæst launaði fjármálaráðherra Norðurlanda þótt hann sé sá sem er treyst er fyrir lang minnsta sjóðnum. … og þótt víðar væri leitað Sigrid Kaag fjármálaráðherra og fyrsti vara-forsætisráðherra Hollands er með 1.949 þús. kr. á mánuði. Bruno Le Maire fjármálaráðherra Frakklands er með 1.397 þús. kr. á mánuði. Og Nadia Calviño efnahags- og fyrsti vara-forsætisráðherra Spánar er með 952 þús. kr. á mánuði. Þið sjáið hvert þetta stefnir. Fjármálaráðherra Þýskalands er reyndar með hærri laun en Bjarni. Sá fékk myndarlega launahækkun í sumar ásamt öðrum ráðherrum við lítinn fögnuð þýsku þjóðarinnar. En þeir eru ekki margir fjármálaráðherrarnir í Evrópu sem toppa Bjarna í launum. Yellen með hærri laun í USA, en kennarar miklu hærri en á Íslandi Janet Yellen er ekki bara fjármálaráðherra Bandaríkjanna heldur virtur hagfræðingur sem hefur haft mikil áhrif á hugmyndir okkar um seðlabanka og ríkisfjármál. Hún stýrir ekki aðeins fjárlögum sem voru þúsund sinnum þúsund milljarðar kr. í fyrra, heldur hafa ákvarðanir hennar áhrif á efnahagslíf heimsins, öfugt við það sem Bjarni gerir. Yellen er með 2.603 þús. kr. á mánuði, fær 22% hærri laun en Bjarni fyrir að stýra þúsund sinnum meira fé. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, ber saman laun kennara í aðildarríkjunum. Í nýjasta samanburðinum kemur fram að framhaldsskólakennarar í Bandaríkjunum eru 43% betur borgaðir en á Íslandi. Í þeim samanburði er Bjarni með hlutfallslega betri laun en Yellen. Ráðherra sem fær mikið lætur kennara fá lítið OECD birtir ekki upplýsingar um laun kennara í Bretlandi, en í öllum öðrum löndum þeirra fjármálaráðherra sem ég hef nefnt hér eru framhaldsskólakennarar með hærri laun en á Íslandi. Að Frakklandi slepptu, en þar er fjármálaráðherrann með 34% lægri laun en Bjarni en franskir kennarar með 8% lægri laun en íslenskir. Í Hollandi er fjármálaráðherrann með 9% lægri laun en Bjarni en hollenskir kennarar eru með 78% hærri laun en íslenskir, samkvæmt OECD. Það fer nærri því að hollenski ráðherrann sé með tvöföld laun framhaldsskólakennara í sínu landi en Bjarni fjórföld kennaralaun. Upplýsingarnar um kennaralaunin eru eldri en ráðherralaunin svo þetta er ekki endilega svona upp á punkt og prik í dag, en hlutfallið milli landanna er svona: Annað borgar kennurum illa en fjármálaráðherra vel. Það eru við. Stjórnmálastéttin á Saga-Class … Bjarni Benediktsson er forystumaður kynslóðar íslenskra stjórnmálamanna sem hefur sprengt upp kjör sín og starfsumhverfi, hafið sig ekki aðeins langt upp yfir venjulegt fólk á Íslandi heldur yfir stjórnmálafólk í öðru löndum. Víða erlendis er stjórnmálafólki greidd laun í takt við sómasamleg millistéttarlaun, þingmenn með laun í námunda við yfirkennarar og ráðherrar eins og skólastjórar. Litið er á stjórnmál sem samfélagsþjónustu sem felur í sér margbreytilega umbun aðra en há laun. Erlendis má heyra stjórnmálafólk ræða hversu mikill heiður það sé að fá að þjóna almenningi. Hér heima má helst skilja á stjórnmálaelítunni að heiðurinn sé allur okkar hinna. … en í ruslflokki hjá almenningi Á Bjarnatímanum fór þetta út úr öllu korti, sjálfsupphafningin varð stjórnlaus. Bæjarstjórar í úthverfum smáborgarinnar Reykjavík fá greidd hærri laun en borgarstjórar í New York, París, London og Róm. Þegar laun þingmanna og ráðherra hækka langt umfram allt velsæmi þykist stjórnmálastéttin skyndilega vera orðin algjörlega valdalaus. Fólkið sem hunsar niðurstöðu þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu segist ekki geta raskað niðurstöðum kjararáðs. Íslenskur almenningur hefur horft á þetta í forundran á undanförnum árum, hefur vaxandi skömm á stjórnmálafólki og þeim lýðræðisstofnunum sem það hefur yfirtekið. Hvergi í okkar heimshluti er jafn ríkjandi vantraust á þjóðþinginu og raunin er hér. Bjarni með minnsta traust allra Og talandi um vantraust. Í vor var mælt traust þjóðarinnar á ráðherrum. Þá kom fram að 18% þjóðarinnar treystir Bjarna en 71% alls ekki. Bjarni er með öðrum orðum rúinn öllu trausti. Sem dæmi má nefna að þegar Richard Nixon flaug í þyrlu burt frá Hvíta húsinu eftir að hafa sagt af sér naut hann enn stuðnings 23% þjóðarinnar. Harry Truman, óvinsælasti forseti Bandaríkjanna fór aldrei neðar í trausti en 22%. Eftir því sem þjóðin kynnist Bjarna betur og því lengur sem hún hefur hann í vinnu því minna traust hefur hún á þessum manni. Í öllum löndum væri stjórnmálamaður með þessa mælingu búinn að segja af sér. Þegar François Hollande fór niður í 14% traust lýsti hann því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann vissi, eins og flest fólk fyrir utan Bjarna, að menn sem hafa fyrirgert trausti sínu hjá þjóðinni munu ekki ná að endurreisa það. Og engum dettur í hug að hægt sé að endurreisa traust með því að gera meira af því sama, eins og Bjarni stefnir að. Heldur sig vera með teflon-húð Bjarni hefur lýst yfir að hann bjóði sig áfram fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum. Við mikinn fögnuð pólitískra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, reikna ég með. Alla vega er ég glaður, eins og sjá má. Hvað veldur? Afhverju er maður á pari við Hollande/Nixon að biðja um fleiri ár? Bjarni trúir líklega þeirri goðsögn að hann sé teflon maður, að hann geti stigið hreinn og strokinn upp úr hverjum drullupollinum eftir annan. En kannanir sýna að Bjarni er alls ekki með teflon-húð. Almenningur sá í gegnum hann fyrir löngu. Einu skiptin þegar hann mælist ekki óvinsælastur ráðherra er þegar hann setur lík í lestina, menn á borð við Kristján Þór Júlíusson og Jón Gunnarsson. Bjarni lifir á verndaðri deild spillingar Það sem ruglar Bjarna er þrennt: 1. Hann hefur á þrettán ára ferli sem formaður Sjálfstæðisflokksins safnað í kringum sig já-fólki, hann lifir í vernduðum heimi. 2. Stjórnmálaelíta annarra flokka er sömuleiðis einangruð frá þjóðinni og umber Bjarna þótt almenningur geri það ekki. 3. Meginstraumur fjölmiðla endurspeglar ekki afstöðu almennings heldur valdastéttarinnar, stjórnmálafólks og auðfólks sem telur sig enn hafa not fyrir Bjarna. Fjölmiðlar ræða við Bjarna eins og flekklausan mann en gagnrýnendur hans sem óróaseggi. Þetta eru megin ástæður þess að stjórnmálaforingi rúinn trausti ákveður að bjóða sig fram enn á ný. Formaður flokks sem hefur margklofnað á hans vakt. Ráðherra sem veður úr einu hneykslinu beint í það næsta. Stjórnmálamaður sem hefur svikið öll sín loforð til kjósenda. Leiðtogi sem leitt hefur fylgistap yfir flokk sinn, aftur og aftur. Forystumaður sem myndað hefur ríkisstjórn um ekki neitt, afllaus til annars. En Bjarni treystir því að sú spillta kynslóð stjórnmálafólks sem hann leiðir muni tryggja honum völd áfram og hann geti fært bakhjörlum Valhallar þessi völd. Og auðfólkið, sem á og rekur Sjálfstæðisflokkinn eftir að Bjarni drap allt grasrótarstarf í flokknum, sér engan betri kost. Þess vegna verður Bjarni áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Og líklega er flokkurinn svo lamaður að hann sættir sig við það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun