Lamaðist eftir bílslys og missti manninn sinn á sama ári Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 11:05 Elínborg verður í hjólastól það sem eftir er. Bylgjan Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi. Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira