Söngleikurinn „Hamilton“ eftir Lin Manuel Miranda er þekktur um allan heim fyrir nýstárlega útfærslu á hinni hefðbundnu söngleikjaformúlu en tónlist söngleiksins er að mestu leyti rapp. Miranda sótti innblástur í líf og störf Alexander Hamilton en hugmyndina fékk hann eftir að hafa lesið ævisögu Hamilton eftir Ron Chernow.
Hlusta má á fyrsta lag söngleiksins, nefnt „Alexander Hamilton“ hér að ofan.
Textum laga í fyrrnefndri uppsetningu kirkju í McAllen í Texas er sagt hafa verið breytt á þann veg að Alexander Hamilton og kona hans Eliza Schuyler segi Jesú hafa bjargað þeim. Kirkjan sýndi söngleikinn 5. og 6. ágúst síðastliðinn.
Upptöku af breyttum textabút söngleiksins má sjá hér að neðan.
More from The Door McAllen church's illegal Christianized "Hamilton."
— Hemant Mehta (@hemantmehta) August 8, 2022
The song is supposed to go:
"But I m not afraid
I know who I married
So long as you come home at the end of the day
That would be enough" pic.twitter.com/CUitoUXQ34
Einnig hafi sýningunni lokið á því að samkynhneigð hafi verið líkt við það að vera með fíknivanda eins og alkóhólisma.
Í umfjöllun Washington Post um málið er einnig vitnað í talsmann söngleiksins sem segir kirkjuna ekki hafa haft leyfi til þess að flytja söngleikinn.
Lin-Manuel Miranda tjáði sig á Twitter um uppsetningu kirkjunnar og þakkaði þeim sem hafi haft samband vegna hennar, fyrir aðstoðina. Hann sagði lögfræðinga nú sjá um málið.
Grateful to all of you who reached out about this illegal, unauthorized production. Now lawyers do their work.
— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) August 10, 2022
And always grateful to the @dramatistsguild, who have the backs of writers everywhere, be it your first play or your fiftieth. 1/2 https://t.co/yMtM3z9crI