Pop Idol stjarnan Darius látinn rétt rúmlega fertugur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 17:01 Darius Campbell Danesh sló í gegn í hæfileikaþáttum í Bretlandi fyrir rúmum tveimur áratugum. Getty/David Lodge Söngvarinn og leikarinn Darius Campbell Danesh er látinn aðeins 41 árs gamall. Danesh skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók þátt í hæfileikaþáttunum Popstars og Pop Idol fyrir tveimur áratugum síðan. Danesh, sem var Skoti, lenti í þriðja sæti í Pop Idol árið 2002 á eftir Will Young og Gareth Gates. Í kjölfarið fór hann að gefa út tónlist og náði lagið hans Colourblind fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi og platan hans Dive In komst í topp tíu á vinsældarlistum. Eftir að tónlistarferill hans fór á flug fór hann að leika á West End og tók þátt í uppsetningu söngleikja eins og Chicago og Guys and Dolls samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Danesh fannst látinn á heimili sínu í Minnesota í Bandaríkjunum 11. ágúst síðastliðinn og tilkynnti fjölskylda hans um andlátið í dag. Að sögn fjölskyldunnar hefur lögregla úrskurðað að ekkert saknæmt hafi átt sér stað en dánarorsökin er enn ókunn. Danesh fæddist í Glasgow árið 1980. Móðir hans er skosk en faðir hans íranskur. Danesh stundaði nám við háskólann í Edinborg í enskum bókmenntum og heimspeki. Hann fór hins vegar snemma að sækjast á sviðið og tók þátt í fyrrnefndum hæfileikaþáttum, þar sem hann skaust upp á stjörnuhimininn. Bretland Tónlist Andlát Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
Danesh, sem var Skoti, lenti í þriðja sæti í Pop Idol árið 2002 á eftir Will Young og Gareth Gates. Í kjölfarið fór hann að gefa út tónlist og náði lagið hans Colourblind fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi og platan hans Dive In komst í topp tíu á vinsældarlistum. Eftir að tónlistarferill hans fór á flug fór hann að leika á West End og tók þátt í uppsetningu söngleikja eins og Chicago og Guys and Dolls samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Danesh fannst látinn á heimili sínu í Minnesota í Bandaríkjunum 11. ágúst síðastliðinn og tilkynnti fjölskylda hans um andlátið í dag. Að sögn fjölskyldunnar hefur lögregla úrskurðað að ekkert saknæmt hafi átt sér stað en dánarorsökin er enn ókunn. Danesh fæddist í Glasgow árið 1980. Móðir hans er skosk en faðir hans íranskur. Danesh stundaði nám við háskólann í Edinborg í enskum bókmenntum og heimspeki. Hann fór hins vegar snemma að sækjast á sviðið og tók þátt í fyrrnefndum hæfileikaþáttum, þar sem hann skaust upp á stjörnuhimininn.
Bretland Tónlist Andlát Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira