„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2022 22:22 Arnari Gunnlaugssyni fannst Víkingar vera linir í fyrri hálfleiknum gegn Blikum. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
„Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira