„Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 14:01 Arnar Gunnlaugsson settist niður með Gunnlaugi Jónssyni til að fara yfir málin fyrir risaleik kvöldsins. Stöð 2 Sport Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki