Fleiri barir en börn í skólanum á Borgarfirði eystri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2022 08:03 Helgi Hlynur Ásgrímsson, íbúi á staðnum og sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi. Hann segir Borgarfjörð eystri nafla alheimsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru fleiri barir hérna en börn í skólanum“, segir sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Múlaþingi en þá á hann við þorpið á Borgarfirði eystri. Mikil uppbygging er á staðnum, ekki síst í ferðaþjónustu og nú hafa fyrstu nýju íbúðarhúsin í fjörutíu ár verið byggð í þorpinu. Það er ótrúlega fallegt og gaman að koma á Borgarfjörð eystri, þetta litla fallega þorp með um 130 íbúum. Ferðaþjónustan setur stóran svip á staðinn. Helgi Hlynur hefur búið meira og minna allt sitt líf á staðnum og veit því því allt um staðinn. „Þetta er nafli alheimsins, þú þarft ekki meira en horfa í kringum þig og það er varla víðar á Íslandi, sem er fallegra en heldur en hér, segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, íbúi á staðnum og sveitarstjórnarmaður. Helgi Hlynur segir að ferðaþjónusta á staðnum sé á blússandi siglingu. „Þetta er ekki alveg sjálfbært svona til lengdar eins og þetta er. Það eru sem sagt fleiri barir en börn í skólanum, en við verðum bara að vona að það lagist fljótlega. Það var verið að opna sjötta barinn í síðustu viku,“ segir Helgi Hlynur og hlær. Það er margt að sjá og skoða á Borgarfirði eystri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Hlynur er stoltur af höfninni á staðnum. „Hér var og hafa aldrei verið neitt annað en trillur þannig að við höfum aldrei lent í stóráföllum með kvóta, það hefur aldrei verið neinn kvóti. En það eru tuttugu trillur hérna og flestar á strandveiðum.“ Helgi Hlynur segir að Hafnarhólminn sé mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum. Hafnarhólminn er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sérðu samfélagið þróast hérna næstu fimmtán til tuttugu árin? „Ég vona að við náum þeim áfanga að það verði fleiri börn en barir einhvern tímann í framtíðinni. Það hefur verið að fjölga og það er verið að byggja hús í fyrsta skipti í 40 ár og ætli það sé ekki flutt inn í átta nýjar íbúðir á síðustu tveimur árum og nokkrar í byggingu.“ En hvernig er að heita Helgi Hlynur og að vera að tala við Magnús Hlyn? „Ég var beðin að koma hérna í viðtal af því að ég væri svo sérkennilegur og mér finnst það magnað því ég er ekkert vissum að við hefðum fundið öllu sérkennilegri mann að tala við mig, ég er ánægður með þetta,“ segir Helgi Hlynur og skellihlær. Hlynirnir, Magnús Hlynur og Helgi Hlynur.Aðsend Múlaþing Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Það er ótrúlega fallegt og gaman að koma á Borgarfjörð eystri, þetta litla fallega þorp með um 130 íbúum. Ferðaþjónustan setur stóran svip á staðinn. Helgi Hlynur hefur búið meira og minna allt sitt líf á staðnum og veit því því allt um staðinn. „Þetta er nafli alheimsins, þú þarft ekki meira en horfa í kringum þig og það er varla víðar á Íslandi, sem er fallegra en heldur en hér, segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, íbúi á staðnum og sveitarstjórnarmaður. Helgi Hlynur segir að ferðaþjónusta á staðnum sé á blússandi siglingu. „Þetta er ekki alveg sjálfbært svona til lengdar eins og þetta er. Það eru sem sagt fleiri barir en börn í skólanum, en við verðum bara að vona að það lagist fljótlega. Það var verið að opna sjötta barinn í síðustu viku,“ segir Helgi Hlynur og hlær. Það er margt að sjá og skoða á Borgarfirði eystri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Hlynur er stoltur af höfninni á staðnum. „Hér var og hafa aldrei verið neitt annað en trillur þannig að við höfum aldrei lent í stóráföllum með kvóta, það hefur aldrei verið neinn kvóti. En það eru tuttugu trillur hérna og flestar á strandveiðum.“ Helgi Hlynur segir að Hafnarhólminn sé mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum. Hafnarhólminn er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en þar er besta aðstaðan á Íslandi til að sjá lunda, það liggur við að það sé hægt að klappa honum í hólmanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sérðu samfélagið þróast hérna næstu fimmtán til tuttugu árin? „Ég vona að við náum þeim áfanga að það verði fleiri börn en barir einhvern tímann í framtíðinni. Það hefur verið að fjölga og það er verið að byggja hús í fyrsta skipti í 40 ár og ætli það sé ekki flutt inn í átta nýjar íbúðir á síðustu tveimur árum og nokkrar í byggingu.“ En hvernig er að heita Helgi Hlynur og að vera að tala við Magnús Hlyn? „Ég var beðin að koma hérna í viðtal af því að ég væri svo sérkennilegur og mér finnst það magnað því ég er ekkert vissum að við hefðum fundið öllu sérkennilegri mann að tala við mig, ég er ánægður með þetta,“ segir Helgi Hlynur og skellihlær. Hlynirnir, Magnús Hlynur og Helgi Hlynur.Aðsend
Múlaþing Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira