Blikar og Víkingar rökuðu inn milljónum í Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 12:30 Víkingar fagna dramatísku jöfnunarmarki Danijels Djuric sem dugði þó skammt í gær. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Góður árangur Víkings og Breiðabliks í Evrópukeppnum í ár skilaði sér á bankabók félaganna. Víkingar sönkuðu að sér yfir milljón evra. Víkingur hóf leik í forkeppni Meistaradeildarinnar sem leikin var í Víkinni og unnu bæði Levadia frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Við tók einvígi við Malmö í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar sem tapaðist naumlega. Víkingar færðust þá yfir í Sambandsdeildina hvar þeir unnu New Saints frá Wales og drógust þá gegn Lech Poznan frá Póllandi. Þar nam liðið staðar eftir 4-1 tap ytra í gær. Þegar tekið er tillit til þeirra sigra og jafntefla sem Víkingar náðu á Evrópuvegferð sinni, auk þeirra umferða sem liðið tók þátt í, í hvorri keppni fyrir sig, náði félagið að vinna sér inn rúmlega 1,2 milljónir evra í verðlaunafé frá UEFA, rúmlega 170 milljónir íslenskra króna. The total prize money for the clubs eliminated in #UECL Q3:@faeroskfodbold,@marcboal https://t.co/F8uVESjWBN pic.twitter.com/etispevrfu— Fotcalc.com (@fotcalc) August 11, 2022 Ekkert þeirra liða sem féll úr úr Sambandsdeildinni í gær náði að vinna sér inn hærri upphæðir frá UEFA, en KÍ Klaksvík frá Færeyjum komst býsna nærri, með 1,1 milljón evra. Breiðablik féll einnig úr keppni í gær, samanlagt 6-1 fyrir tyrkneska stórliðinu Istanbul Basaksehir. Blikar unnu þrjá leiki sína af sex í Sambandsdeildinni, tvo gegn Santa Coloma frá Andorra og einn af tveimur við Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Með sínum árangri náðu Blikar í um 850 þúsund evrur frá UEFA, tæplega 120 milljónir króna. Á meðal liða sem féllu út í gær og fengu minna í kassann en íslensku liðin eru Bröndby frá Danmörku og Lilleström frá Noregi, lið Hólmberts Arons Friðjónssonar, sem fengu bæði 750 þúsund evrur og Panathinaikos, lið Harðar Björgvins Magnússonar, sem fékk 650 þúsund evrur. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Víkingur hóf leik í forkeppni Meistaradeildarinnar sem leikin var í Víkinni og unnu bæði Levadia frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Við tók einvígi við Malmö í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar sem tapaðist naumlega. Víkingar færðust þá yfir í Sambandsdeildina hvar þeir unnu New Saints frá Wales og drógust þá gegn Lech Poznan frá Póllandi. Þar nam liðið staðar eftir 4-1 tap ytra í gær. Þegar tekið er tillit til þeirra sigra og jafntefla sem Víkingar náðu á Evrópuvegferð sinni, auk þeirra umferða sem liðið tók þátt í, í hvorri keppni fyrir sig, náði félagið að vinna sér inn rúmlega 1,2 milljónir evra í verðlaunafé frá UEFA, rúmlega 170 milljónir íslenskra króna. The total prize money for the clubs eliminated in #UECL Q3:@faeroskfodbold,@marcboal https://t.co/F8uVESjWBN pic.twitter.com/etispevrfu— Fotcalc.com (@fotcalc) August 11, 2022 Ekkert þeirra liða sem féll úr úr Sambandsdeildinni í gær náði að vinna sér inn hærri upphæðir frá UEFA, en KÍ Klaksvík frá Færeyjum komst býsna nærri, með 1,1 milljón evra. Breiðablik féll einnig úr keppni í gær, samanlagt 6-1 fyrir tyrkneska stórliðinu Istanbul Basaksehir. Blikar unnu þrjá leiki sína af sex í Sambandsdeildinni, tvo gegn Santa Coloma frá Andorra og einn af tveimur við Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Með sínum árangri náðu Blikar í um 850 þúsund evrur frá UEFA, tæplega 120 milljónir króna. Á meðal liða sem féllu út í gær og fengu minna í kassann en íslensku liðin eru Bröndby frá Danmörku og Lilleström frá Noregi, lið Hólmberts Arons Friðjónssonar, sem fengu bæði 750 þúsund evrur og Panathinaikos, lið Harðar Björgvins Magnússonar, sem fékk 650 þúsund evrur.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira