Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar! Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 11. ágúst 2022 16:01 Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Háskólar Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út. Með þessu er öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gæðum þjónustunnar í tvísýnu. Við sem samfélag þurfum að taka mun dýpri umræðu um stöðuna í heilbrigðiskerfinu en gert hefur verið. Við stöndum frammi fyrir erfiðum áskorunum. Það vantar augljóslega fleira heilbrigðisstarfsfólk, þá einkum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna. Starfsmannavelta innan kerfisins er of há. Aðstæður, aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta þarf að bæta. Heilbrigðiskerfið er í reynd ekkert án okkar. Í nánustu framtíð mun sjúklingum fjölga, ekki síst í ljósi þess að fjöldi eldri borgara tvöfaldast á næstu 25 árum. Einstaklingum eldri en 80 ára mun fjölga um 50% á næstu 8 árum! Þá eru vísbendingar um að andleg heilsa þjóðarinnar fari versnandi og að offita sé að aukast. Tillaga: okkar „hernaðarútgjöld“ Fjölmörg tækifæri eru í þessari flóknu stöðu. Aukið fjármagn er óneitanlega hluti af lausninni. Almenningur vill verja hærra hlutfall skatta sinna í heilbrigðiskerfið. Við erum í mörgum tilfellum að verja lægra hlutfalli í heilbrigðismál en samanburðarþjóðir okkar. Og þetta eru oft þjóðir sem verja talsverðu hlutfalli af sínum tekjum í hernað sem við erum sem betur fer laus við. Að meðaltali verja aðrar Evrópuþjóðir nú um 1,5% af landsframleiðslu sinni í hernað. Slíkt hlutfall á Íslandi væri um 50 milljarðar kr. Það eru fjármunir sem íslenska heilbrigðiskerfið gæti svo sannarlega nýtt sér. Til að setja þá tölu í samhengi þá kosta allar heilsugæslur landsins um 35 milljarða kr. Af hverju getum við ekki varið þessu „hernaðarhlutfalli“ annarra þjóða í heilbrigðiskerfið okkar í staðinn? Forvarnir í forgang Aukin fjarhjúkrun og -lækningar ásamt bættri heimaþjónusta og heilsugæslu þurfa einnig að vera hluti af lausninni. En lítið gerist án bættrar mönnunar í kerfinu. Auðvitað þarf að fjölga þeim sem geta lært heilbrigðisvísindi. Eins og staðan er í dag er verið að vísa hundruðum hæfum einstaklinga frá heilbrigðisnámi á hverju ári vegna fjöldatakmarkana. Það er mun dýrara að lenda í skorti á heilbrigðisstarfsfólki heldur en að bæta aðeins í þann menntunarkostnað sem hlýst af fleiri nemum. Bætt lýðheilsa, aðgengileg sálfræðiþjónusta og heilsuefling er stór hluti af öflugum forvörnum. Slíkt sparar bæði þjáningar en einnig peninga. Þetta vita allir. Það þarf að setja meiri kraft (og já, einnig meira fjármagn) í þessi mál. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda. Aðgengi að hjúkrunar- og læknisþjónustu þarf að vera gott, og ekki síst á okkar viðkvæmustu stundum. Við viljum ekki að örþreytt heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sinna okkur. Við viljum ekki lenda á biðlistum eða á göngum heilbrigðisstofnana. Við viljum ekki veikt heilbrigðiskerfi á sama tíma og við sjálf erum veik. Fjármagn í kjarasamninga Nú er ekki einungis verið að móta fjárlög næsta árs á bak við luktar dyr embættismanna og stjórnmálafólks, heldur eru kjarasamningar sjúkraliða og annara heilbrigðisstétta lausir næsta vetur. Nú er lag til að nýta tækifærið og sýna vilja í verki til að gera betur í þessum efnum. Setja þarf fjármagn í kjarasamningana. Heilbrigði þjóðar liggur þar undir! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun