HK þarf einungis átta stig í næstu sex leikjum til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild á næsta leiktímabili. Það var Bruno Soares sem kom heimamönnum í HK á bragðið í kvöld með marki á 28. mínútu áður en Magnús Andri Ólafsson jafnaði fyrir Þróttara á 42. mínútu og staðan var jöfn í hálfleik, 1-1.
Heimamenn kláruðu þó leikinn á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Hassan Jalloh skoraði tvö mörk, eitt á 70. mínútu og annað 79. mínútu en þess á milli skoraði Ásgeir Marteinsson á 73 mínútu.
Lokatölur 4-1 fyrir HK og lánleysi Þróttar í Lengjudeildinni heldur áfram. Þróttarar eru áfram í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig, 11 stigum frá Grindavík sem er í síðasta örugga sæti deildarinnar þegar 18 stig eru eftir í pottinum.
Upplýsingar um markaskorara kemur af vef Fotbolti.net.