Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:10 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, telur ólíklegt að til átaka komi en að Kínverjar séu að sýna hernaðarlegan mátt sinn og mikilvægi Taívan í þeirra augum. Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“ Taívan Kína Hernaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“
Taívan Kína Hernaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira