Ísland í undanúrslit | Almar fær hrós frá greinanda ESPN fyrir geggjaðan leik Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 22:30 Almar Orri Atlason hefur farið mikinn á mótinu og er farinn að vekja athygli utan landssteinanna. FIBA Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta komst í kvöld í undanúrslit í B-deild Evrópumóts undir 18 ára sem fram fer í Rúmeníu. Almar Orri Atlason átti enn einn stórleik sinn á mótinu og hlaut fyrir hrós frá NBA greinanda hjá ESPN eftir leik. Ísland komst upp úr riðli sínum og dróst gegn Bosníu í 8-liða úrslitum. Bosníska liðið byrjaði betur og leiddi 30-25 eftir fyrsta leikhluta. Ísland sneri taflinu við í öðrum leikhluta og var með tveggja stiga forskot, 48-46 í hálfleik. Ísland jók forskotið í þriðja leikhlutanum en staðan var 74-65 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Bosnía hjó býsna nærri íslenska liðinu á lokakaflanum en liðið lét forystuna aldrei af hendi og vann að lokum sex stiga sigur 95-89. Óhætt er að segja að Norðurlandaþjóðir hafi gert vel á mótinu en öll fjögur sem eru í B-deildinni komust í undanúrslit. Ísland mun mæta Svíþjóð í undanúrslitum á morgun á meðan Danmörk og Finnland mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Almar Atlason had one of the best performances I've seen this summer, carrying Iceland to the semifinals of the FIBA U18 European Championship Division B. 22 points, 16 rebounds, 6 assists, 2 blocks. Absolute hooper with tremendous feel, skill, confidence and competitiveness. pic.twitter.com/fT76UYLb2z— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 5, 2022 Almar fær hól úr góðri átt Tómas Valur Þrastarson, úr Þór Þorlákshöfn, var með tvöfalda tvennu fyrir Ísland í leiknum en hann skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst. Þá var Daníel Ágúst Halldórsson, sem einnig leikur með Þórsurum, með 17 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Almar Orri Atlason úr KR fékk hins vegar fyrirsagnirnar. Hann skoraði 22 stig, tók 15 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar og verja tvö skot. Hann hlaut hrós eftir leik frá Jonathan Givony á Twitter. Givony er greinandi á nýliðavali NBA fyrir bandaríska miðilinn ESPN, auk þess sem hann stofnaði Draft Express, sem mörg lið bæði vestanhafs og austan hafa nýtt til að njósna um og greina leikmenn. Givony sagði á Twitter: „Almar Atlason átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar, er hann leiddi Ísland í undanúrslitin á EM U18,“ Almar hefur skorað 20,6 stig að meðaltali á mótinu, tekið tólf fráköst og gefið þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Ísland komst upp úr riðli sínum og dróst gegn Bosníu í 8-liða úrslitum. Bosníska liðið byrjaði betur og leiddi 30-25 eftir fyrsta leikhluta. Ísland sneri taflinu við í öðrum leikhluta og var með tveggja stiga forskot, 48-46 í hálfleik. Ísland jók forskotið í þriðja leikhlutanum en staðan var 74-65 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Bosnía hjó býsna nærri íslenska liðinu á lokakaflanum en liðið lét forystuna aldrei af hendi og vann að lokum sex stiga sigur 95-89. Óhætt er að segja að Norðurlandaþjóðir hafi gert vel á mótinu en öll fjögur sem eru í B-deildinni komust í undanúrslit. Ísland mun mæta Svíþjóð í undanúrslitum á morgun á meðan Danmörk og Finnland mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Almar Atlason had one of the best performances I've seen this summer, carrying Iceland to the semifinals of the FIBA U18 European Championship Division B. 22 points, 16 rebounds, 6 assists, 2 blocks. Absolute hooper with tremendous feel, skill, confidence and competitiveness. pic.twitter.com/fT76UYLb2z— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 5, 2022 Almar fær hól úr góðri átt Tómas Valur Þrastarson, úr Þór Þorlákshöfn, var með tvöfalda tvennu fyrir Ísland í leiknum en hann skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst. Þá var Daníel Ágúst Halldórsson, sem einnig leikur með Þórsurum, með 17 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Almar Orri Atlason úr KR fékk hins vegar fyrirsagnirnar. Hann skoraði 22 stig, tók 15 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar og verja tvö skot. Hann hlaut hrós eftir leik frá Jonathan Givony á Twitter. Givony er greinandi á nýliðavali NBA fyrir bandaríska miðilinn ESPN, auk þess sem hann stofnaði Draft Express, sem mörg lið bæði vestanhafs og austan hafa nýtt til að njósna um og greina leikmenn. Givony sagði á Twitter: „Almar Atlason átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar, er hann leiddi Ísland í undanúrslitin á EM U18,“ Almar hefur skorað 20,6 stig að meðaltali á mótinu, tekið tólf fráköst og gefið þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira