Samkvæmt umfjöllun Reuters eru lögregluþjónarnir sagðir hafa notað falskar upplýsingar til þess að verða sér út um leitarheimild til þess að komast inn á heimili Taylor.
Í umfjöllun BBC segir að hingað til hafi aðeins einn lögregluþjónn sem tilheyrði hópnum sem réðst inn á heimili Taylor verið ákærður en hann var sýknaður af kviðdómi fyrr á þessu ári. Hann er þó einn af þeim fjórum sem hafa nú verið ákærð fyrir verknaðinn.
Þrjú af lögregluþjónunum fjórum, Joshua Jaynes, Kelly Hanna Goodlett og Kyle Meany eru sögð ákærð fyrir notkun falskra upplýsinga vegna leitarheimildar en sá fjórði sem hefur jafnframt verið ákærður áður, Brett Hankinson, fyrir óhóflega beitingu á afli.