Nýtur vegferðarinnar
Hann segir það mikilvægt að segja já við tækifærum og vera óhræddur við að fá nei: „Annaðhvort færðu já eða nei, það er ekkert mikið verra en það, þú færð bara nei og það tekur þig áfram.“ Hann segist ennþá vera að þróa sig sem tónlistarmann en nýtur vegferðarinnar að markmiðunum í stað þess að einblína á endamarkmiðið og halda að hamingjan leynist þar.
Þegar hann var ungur fékk hann að gjöf píanó sem gat skipti um hljóð og hugsaði þá: „Þetta er eitthvað sem mig langar að gera, mig langar einhvern veginn að búa til lag úr þessum hljóðum. [...] Þar plantaðist eitthvað fræ sem var einhver draumur sem ég gerði að plani.“
Victor var gestur hjá Kristjáni Hafþórssyni í Jákastinu þar sem hann ræðir meðal annars svefn, hreyfingu, mataræði, andlegu hliðina, upphaf tónlistarferilsins og skipulagið sem fylgir því að vera læknir og tónlistarmaður á sama tíma. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:
Þemalag Vetrarólympíuleikanna
Runólfur Oddsson, ræðismaður í Slóvakíu og frændi Victors, sýndi aðilum sem komu að Vetrarólympíuleikunum í Bejing tónlistina hans. Í framhaldinu fékk að hann boð frá sjónvarpsstöðinni China International Television Network um að koma að laginu fyrir keppnina.
„Þeir vildu fá þennan Íslending með í þetta project. Það voru fjórir artistar sem komu að þessu: Tveir Kínverjar, einn Ítali og ég. Þetta bara þróaðist út í stórt project,“ segir hann um tækifærið. Lagið heitir Embrace og táknar samstöðuna sem Ólympíuleikar standa fyrir.
Lag með Rúrik
„Hann var náttúrulega í þessum dansþætti þarna í Þýskalandi,“ segir hann um Rúrik sem hann vann með að fyrsta lagi kappans: Older . „Þetta var spilað náttúrulega bara á stærstu sjónvarpsstöðinni þar og á útvarpsstöðvunum, þetta var alveg ótrúlegt,“ segir hann. Í dag, eftir samstarfið, segir hann þá orðna bestu vini sem peppa hvorn annan áfram þegar kemur að hreyfingu og tónlist.