Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. nóvember 2025 11:11 Fátima Bosch, ungfrú Mexíkó, lenti í orðaskaki við Nawat Itsaragrisil og ætlaði hann að láta reka fegurðardrottninguna út úr húsi. EPA Allt leikur á reiðiskjálfi í herbúðum fegurðasamkeppninnar Ungfrú alheimur eftir að framkvæmdastjóri keppninar kallaði ungfrú Mexíkó heimska á viðburði í Taílandi. Fjöldi keppenda yfirgaf í kjölfarið salinn, þar á meðal ríkjandi Ungfrú alheimur. Ungfrú alheimur hefur verið umdeild keppni gegnum tíðina og nýjasti skandallinn átti sér stað rúmum tveimum vikum fyrir 74. útgáfu keppninnar sem fer fram 21. nóvember í Pak Kret í Taílandi. Sigaði öryggisvörðum á keppandann Málið má rekja aftur til þriðjudags þar sem fegurðardrottningar keppninnar voru staddir á viðburði á hóteli í Bangkok þegar Nawat Itsaragrisil, framkvæmdastjóri Ungfrú alheims, varaforseti Asíu- og Eyjaálfuhluta keppninnar og forseti Ungfrúar Taílands, missti sig algjörlega. Itsaragrisil er furðulegur fýr.EPA Itsaragrisil var að lýsa fyrir keppendum mikilvægi þess að kynna Taíland fyrir umheiminum þegar hann beindi orðum sínum sérstaklega að Fátimu Bosch, ungfrú Mexíkó, og gagnrýndi hana fyrir að hafa misst af myndatöku fyrir samfélagsmiðla. Itsaragrisil sagði Bosch síðan vera heimska fyrir að hafa hlýtt skipunum forstjóra Mexíkóhluta keppninnar um að sinna ekki kynningarmálum fyrir Taíland. Fátima gefst ekki upp. Bosch reyndi að svara fyrir sig en Itsaragrisil sagði þá: „Ég gaf þér ekki leyfi til að tala.“ Þegar Bosch sagðist hafa rödd og sagði Itsaragrisil ekki bera virðingu fyrir sér þá kallaði hann á öryggisgæsluna til að henda henni út. Fór þá kurr um hópinn og í kjölfarið gengu flestallir keppendurnir út, þar á meðal hin danska Victoria Kjær Theilvig sem vann keppnina í fyrra. „Ég er ekki dúkka“ Eftir atvikið fór Bosch í viðtal þar sem hún ítrekaði afstöðu sína og sagðist jafnframt ætla að halda áfram keppni. „Við erum á 21. öldinni og ég er ekki dúkka sem á að mála, stílísera og skipta um föt á,“ sagði Bosch á Instagram eftir atvikið. „Ég kom hingað til að vera rödd fyrir allar konurnar og stelpurnar sem berjast fyrir góðan málstað og til að segja við samlanda mína að ég er algjörlega skuldbundin því.“ Raul Rocha Cantu, Anne Jakrajutatip og Nawat Itsaragrisil með Victoriu Kjaer Theilvig sem vann keppnina 2024.EPA Forseti Ungfrúar alheims, Raúl Rocha Cantú, hefur jafnframt gagnrýnt Itsaragrisil harðlega fyrir verknaðinn í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu keppninnar. Sagðist hann þar vera hneykslaður á yfirgangi Itsaragrisil í garð Bosch. Hann hefði „niðurlægt, svívirt og sýnt algjört virðingarleysi“ og kallað á öryggisverði til að „ógna varnarlausri konu, þagga niður í henni og útiloka hana“. Cantú sagði að vegna atviksins hefði þátttaka Itsaragrisil í keppninni verið „skert“ og takmörkuð „eins mikið og mögulegt er“ og lofaði hann jafnframt lagalegum aðgerðum. Baðst afsökunar ef einhverjum leið illa Itsaragrisil hefur sjálfur brugðist við atvikinu með myndbandi sem hann dreifði á samfélagsmiðlum. „Ef einhverjum leið illa, ef einhverjum leið óþægilega, ef einhver varð fyrir áhrifum þá vil ég biðja alla afsökunar,“ sagði hann í myndbandinu. Hann sagðist hafa beðið allar stelpurnar persónulega afsökunar og leitaðist ávallt við að halda háum standard. Hann viðurkenndi að miskilnings kynni að hafa gætt í samskiptunum. Lesendur kannast kannski við nafn Itsaragrisil en hann komst í íslensku pressuna árið 2016 þegar Arna Ýr Jónsdóttir, þáverandi ungfrú Ísland, hætti við að keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International, sem Itsaragrisil rekur. Ástæðan var að starfsfólk hvatti hana til að grenna sig og sagði hana of feita. Inntur eftir viðbrögðum sagði Itsaragrisil að Arna hefði litið út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum en hún gerði í raun og veru. Taíland Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Sjá meira
Ungfrú alheimur hefur verið umdeild keppni gegnum tíðina og nýjasti skandallinn átti sér stað rúmum tveimum vikum fyrir 74. útgáfu keppninnar sem fer fram 21. nóvember í Pak Kret í Taílandi. Sigaði öryggisvörðum á keppandann Málið má rekja aftur til þriðjudags þar sem fegurðardrottningar keppninnar voru staddir á viðburði á hóteli í Bangkok þegar Nawat Itsaragrisil, framkvæmdastjóri Ungfrú alheims, varaforseti Asíu- og Eyjaálfuhluta keppninnar og forseti Ungfrúar Taílands, missti sig algjörlega. Itsaragrisil er furðulegur fýr.EPA Itsaragrisil var að lýsa fyrir keppendum mikilvægi þess að kynna Taíland fyrir umheiminum þegar hann beindi orðum sínum sérstaklega að Fátimu Bosch, ungfrú Mexíkó, og gagnrýndi hana fyrir að hafa misst af myndatöku fyrir samfélagsmiðla. Itsaragrisil sagði Bosch síðan vera heimska fyrir að hafa hlýtt skipunum forstjóra Mexíkóhluta keppninnar um að sinna ekki kynningarmálum fyrir Taíland. Fátima gefst ekki upp. Bosch reyndi að svara fyrir sig en Itsaragrisil sagði þá: „Ég gaf þér ekki leyfi til að tala.“ Þegar Bosch sagðist hafa rödd og sagði Itsaragrisil ekki bera virðingu fyrir sér þá kallaði hann á öryggisgæsluna til að henda henni út. Fór þá kurr um hópinn og í kjölfarið gengu flestallir keppendurnir út, þar á meðal hin danska Victoria Kjær Theilvig sem vann keppnina í fyrra. „Ég er ekki dúkka“ Eftir atvikið fór Bosch í viðtal þar sem hún ítrekaði afstöðu sína og sagðist jafnframt ætla að halda áfram keppni. „Við erum á 21. öldinni og ég er ekki dúkka sem á að mála, stílísera og skipta um föt á,“ sagði Bosch á Instagram eftir atvikið. „Ég kom hingað til að vera rödd fyrir allar konurnar og stelpurnar sem berjast fyrir góðan málstað og til að segja við samlanda mína að ég er algjörlega skuldbundin því.“ Raul Rocha Cantu, Anne Jakrajutatip og Nawat Itsaragrisil með Victoriu Kjaer Theilvig sem vann keppnina 2024.EPA Forseti Ungfrúar alheims, Raúl Rocha Cantú, hefur jafnframt gagnrýnt Itsaragrisil harðlega fyrir verknaðinn í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu keppninnar. Sagðist hann þar vera hneykslaður á yfirgangi Itsaragrisil í garð Bosch. Hann hefði „niðurlægt, svívirt og sýnt algjört virðingarleysi“ og kallað á öryggisverði til að „ógna varnarlausri konu, þagga niður í henni og útiloka hana“. Cantú sagði að vegna atviksins hefði þátttaka Itsaragrisil í keppninni verið „skert“ og takmörkuð „eins mikið og mögulegt er“ og lofaði hann jafnframt lagalegum aðgerðum. Baðst afsökunar ef einhverjum leið illa Itsaragrisil hefur sjálfur brugðist við atvikinu með myndbandi sem hann dreifði á samfélagsmiðlum. „Ef einhverjum leið illa, ef einhverjum leið óþægilega, ef einhver varð fyrir áhrifum þá vil ég biðja alla afsökunar,“ sagði hann í myndbandinu. Hann sagðist hafa beðið allar stelpurnar persónulega afsökunar og leitaðist ávallt við að halda háum standard. Hann viðurkenndi að miskilnings kynni að hafa gætt í samskiptunum. Lesendur kannast kannski við nafn Itsaragrisil en hann komst í íslensku pressuna árið 2016 þegar Arna Ýr Jónsdóttir, þáverandi ungfrú Ísland, hætti við að keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International, sem Itsaragrisil rekur. Ástæðan var að starfsfólk hvatti hana til að grenna sig og sagði hana of feita. Inntur eftir viðbrögðum sagði Itsaragrisil að Arna hefði litið út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum en hún gerði í raun og veru.
Taíland Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Sjá meira