Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. nóvember 2025 11:11 Fátima Bosch, ungfrú Mexíkó, lenti í orðaskaki við Nawat Itsaragrisil og ætlaði hann að láta reka fegurðardrottninguna út úr húsi. EPA Allt leikur á reiðiskjálfi í herbúðum fegurðasamkeppninnar Ungfrú alheimur eftir að framkvæmdastjóri keppninar kallaði ungfrú Mexíkó heimska á viðburði í Taílandi. Fjöldi keppenda yfirgaf í kjölfarið salinn, þar á meðal ríkjandi Ungfrú alheimur. Ungfrú alheimur hefur verið umdeild keppni gegnum tíðina og nýjasti skandallinn átti sér stað rúmum tveimum vikum fyrir 74. útgáfu keppninnar sem fer fram 21. nóvember í Pak Kret í Taílandi. Sigaði öryggisvörðum á keppandann Málið má rekja aftur til þriðjudags þar sem fegurðardrottningar keppninnar voru staddir á viðburði á hóteli í Bangkok þegar Nawat Itsaragrisil, framkvæmdastjóri Ungfrú alheims, varaforseti Asíu- og Eyjaálfuhluta keppninnar og forseti Ungfrúar Taílands, missti sig algjörlega. Itsaragrisil er furðulegur fýr.EPA Itsaragrisil var að lýsa fyrir keppendum mikilvægi þess að kynna Taíland fyrir umheiminum þegar hann beindi orðum sínum sérstaklega að Fátimu Bosch, ungfrú Mexíkó, og gagnrýndi hana fyrir að hafa misst af myndatöku fyrir samfélagsmiðla. Itsaragrisil sagði Bosch síðan vera heimska fyrir að hafa hlýtt skipunum forstjóra Mexíkóhluta keppninnar um að sinna ekki kynningarmálum fyrir Taíland. Fátima gefst ekki upp. Bosch reyndi að svara fyrir sig en Itsaragrisil sagði þá: „Ég gaf þér ekki leyfi til að tala.“ Þegar Bosch sagðist hafa rödd og sagði Itsaragrisil ekki bera virðingu fyrir sér þá kallaði hann á öryggisgæsluna til að henda henni út. Fór þá kurr um hópinn og í kjölfarið gengu flestallir keppendurnir út, þar á meðal hin danska Victoria Kjær Theilvig sem vann keppnina í fyrra. „Ég er ekki dúkka“ Eftir atvikið fór Bosch í viðtal þar sem hún ítrekaði afstöðu sína og sagðist jafnframt ætla að halda áfram keppni. „Við erum á 21. öldinni og ég er ekki dúkka sem á að mála, stílísera og skipta um föt á,“ sagði Bosch á Instagram eftir atvikið. „Ég kom hingað til að vera rödd fyrir allar konurnar og stelpurnar sem berjast fyrir góðan málstað og til að segja við samlanda mína að ég er algjörlega skuldbundin því.“ Raul Rocha Cantu, Anne Jakrajutatip og Nawat Itsaragrisil með Victoriu Kjaer Theilvig sem vann keppnina 2024.EPA Forseti Ungfrúar alheims, Raúl Rocha Cantú, hefur jafnframt gagnrýnt Itsaragrisil harðlega fyrir verknaðinn í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu keppninnar. Sagðist hann þar vera hneykslaður á yfirgangi Itsaragrisil í garð Bosch. Hann hefði „niðurlægt, svívirt og sýnt algjört virðingarleysi“ og kallað á öryggisverði til að „ógna varnarlausri konu, þagga niður í henni og útiloka hana“. Cantú sagði að vegna atviksins hefði þátttaka Itsaragrisil í keppninni verið „skert“ og takmörkuð „eins mikið og mögulegt er“ og lofaði hann jafnframt lagalegum aðgerðum. Baðst afsökunar ef einhverjum leið illa Itsaragrisil hefur sjálfur brugðist við atvikinu með myndbandi sem hann dreifði á samfélagsmiðlum. „Ef einhverjum leið illa, ef einhverjum leið óþægilega, ef einhver varð fyrir áhrifum þá vil ég biðja alla afsökunar,“ sagði hann í myndbandinu. Hann sagðist hafa beðið allar stelpurnar persónulega afsökunar og leitaðist ávallt við að halda háum standard. Hann viðurkenndi að miskilnings kynni að hafa gætt í samskiptunum. Lesendur kannast kannski við nafn Itsaragrisil en hann komst í íslensku pressuna árið 2016 þegar Arna Ýr Jónsdóttir, þáverandi ungfrú Ísland, hætti við að keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International, sem Itsaragrisil rekur. Ástæðan var að starfsfólk hvatti hana til að grenna sig og sagði hana of feita. Inntur eftir viðbrögðum sagði Itsaragrisil að Arna hefði litið út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum en hún gerði í raun og veru. Taíland Fegurðarsamkeppnir Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Ungfrú alheimur hefur verið umdeild keppni gegnum tíðina og nýjasti skandallinn átti sér stað rúmum tveimum vikum fyrir 74. útgáfu keppninnar sem fer fram 21. nóvember í Pak Kret í Taílandi. Sigaði öryggisvörðum á keppandann Málið má rekja aftur til þriðjudags þar sem fegurðardrottningar keppninnar voru staddir á viðburði á hóteli í Bangkok þegar Nawat Itsaragrisil, framkvæmdastjóri Ungfrú alheims, varaforseti Asíu- og Eyjaálfuhluta keppninnar og forseti Ungfrúar Taílands, missti sig algjörlega. Itsaragrisil er furðulegur fýr.EPA Itsaragrisil var að lýsa fyrir keppendum mikilvægi þess að kynna Taíland fyrir umheiminum þegar hann beindi orðum sínum sérstaklega að Fátimu Bosch, ungfrú Mexíkó, og gagnrýndi hana fyrir að hafa misst af myndatöku fyrir samfélagsmiðla. Itsaragrisil sagði Bosch síðan vera heimska fyrir að hafa hlýtt skipunum forstjóra Mexíkóhluta keppninnar um að sinna ekki kynningarmálum fyrir Taíland. Fátima gefst ekki upp. Bosch reyndi að svara fyrir sig en Itsaragrisil sagði þá: „Ég gaf þér ekki leyfi til að tala.“ Þegar Bosch sagðist hafa rödd og sagði Itsaragrisil ekki bera virðingu fyrir sér þá kallaði hann á öryggisgæsluna til að henda henni út. Fór þá kurr um hópinn og í kjölfarið gengu flestallir keppendurnir út, þar á meðal hin danska Victoria Kjær Theilvig sem vann keppnina í fyrra. „Ég er ekki dúkka“ Eftir atvikið fór Bosch í viðtal þar sem hún ítrekaði afstöðu sína og sagðist jafnframt ætla að halda áfram keppni. „Við erum á 21. öldinni og ég er ekki dúkka sem á að mála, stílísera og skipta um föt á,“ sagði Bosch á Instagram eftir atvikið. „Ég kom hingað til að vera rödd fyrir allar konurnar og stelpurnar sem berjast fyrir góðan málstað og til að segja við samlanda mína að ég er algjörlega skuldbundin því.“ Raul Rocha Cantu, Anne Jakrajutatip og Nawat Itsaragrisil með Victoriu Kjaer Theilvig sem vann keppnina 2024.EPA Forseti Ungfrúar alheims, Raúl Rocha Cantú, hefur jafnframt gagnrýnt Itsaragrisil harðlega fyrir verknaðinn í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu keppninnar. Sagðist hann þar vera hneykslaður á yfirgangi Itsaragrisil í garð Bosch. Hann hefði „niðurlægt, svívirt og sýnt algjört virðingarleysi“ og kallað á öryggisverði til að „ógna varnarlausri konu, þagga niður í henni og útiloka hana“. Cantú sagði að vegna atviksins hefði þátttaka Itsaragrisil í keppninni verið „skert“ og takmörkuð „eins mikið og mögulegt er“ og lofaði hann jafnframt lagalegum aðgerðum. Baðst afsökunar ef einhverjum leið illa Itsaragrisil hefur sjálfur brugðist við atvikinu með myndbandi sem hann dreifði á samfélagsmiðlum. „Ef einhverjum leið illa, ef einhverjum leið óþægilega, ef einhver varð fyrir áhrifum þá vil ég biðja alla afsökunar,“ sagði hann í myndbandinu. Hann sagðist hafa beðið allar stelpurnar persónulega afsökunar og leitaðist ávallt við að halda háum standard. Hann viðurkenndi að miskilnings kynni að hafa gætt í samskiptunum. Lesendur kannast kannski við nafn Itsaragrisil en hann komst í íslensku pressuna árið 2016 þegar Arna Ýr Jónsdóttir, þáverandi ungfrú Ísland, hætti við að keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International, sem Itsaragrisil rekur. Ástæðan var að starfsfólk hvatti hana til að grenna sig og sagði hana of feita. Inntur eftir viðbrögðum sagði Itsaragrisil að Arna hefði litið út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum en hún gerði í raun og veru.
Taíland Fegurðarsamkeppnir Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira